fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Ríkisstjórnin kynnir nýjan aðgerðapakka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er hafinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu kynningarfundur ríkisstjórnarinnar á öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna þeirrar efnahagskreppu sem kórónuveirufaraldurinn veldur.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynna efnahagsaðgerðirnar og sitja fyrir svörum.

Í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra kemur fram að fyrirtækjum sem gert verður að loka á næstunni verður bættur skaðinn að hluta. Tveir og hálfur milljaður verður settur í lokunarstyrki, að sögn Bjarna.

Fyrir smærri fyrirtæki verður boðið upp á einfaldara lánaúrræði með 100% ríkisábyrgð. Verður umsóknarferlið einfaldara en fyrir brúarlán sem áður hafði verið kynnt. Hámarkslán er 6 milljónir króna en fjölmörg fyrirtæki munu uppfylla skilyrði um að geta fengið svona lán, þúsundir að því er talið, segir Bjarni.

Í þriðja lagi kynnir Bjarni frestun á skattgreiðslum fyrirtækja vegna ársins 2019 sem hefðu átt að koma til greiðslu á þessu ári.

Sigurður Ingi Jóhannsson segir stjórnvöld ætla að stórauka heilsugæsluna og auka stuðning við geðrækt. Auknum krafti á að veita í fjarheilbrigðisþjónustu. Einnig á að auka vöktun og fræðslu.

Sigurður kynnir ennfremur verkefnið „Verndun viðkvæmra hópa.“ Fara meðal annars 100 milljónir í aðgerðir vegna heimilisofbeldis og um 200 milljómnir í stuðning við fjölskyldur langveikra barna.

Aðgerðir til stuðnings fjölmiðlum

Í máli Sigurðar kemur jafnframt fram að 350 milljónum verður veitt til einkarekinna fjölmiðla til að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er en auglýsingatekjur eru að dragast mjög saman á sama tíma og eftirspurn almennings eftir þjónustu fjölmiðla eykst. Stuðningur við minni fjölmiðla á að verða hlutfallslega mestur. Menntamálaráðherra mun útfæra þetta úrræði nánar í reglugerð.

Sigurður greinir enn fremur frá sérstökum álagsgreiðslum til handa heilbrigðisstarfsfólki en um einn milljarður króna verður settur í það verkefni.

Aukið fjármagn sett í listamannalaun

Í máli Katrínar kemur fram að 250 milljónir verði settar í listamannalaun til viðbótar við þau framlög sem þar eru fyrir. Listamenn hafa orðið fyrir gífurlegum búsifjum í samkomubanni enda allar skemmtanir, tónleikar og sýningar lagst af.

Hún segir einnig frá sérstökum úrræðum fyrir námsmenn en stefnt er að því að skapa allt að 3.500 sumarstörf fyrir námsmenn í ár. Þá verður aukinn kraftur settur í nýsköpun, meðal annars með auknum fjárframlögum í Nýsköpunarsjóð námsmanna.

Úr viðtölum við ráðamenn eftir fundinn:

Katrín sagði í viðtali við RÚV strax eftir fundinn að heildarumfang aðgerðanna gæti numið um 60 milljörðum króna

Katrín sagði jafnframt að allir muni finna fyrir þessum aðgerðum.

Bjarni Benediktsson sagði í viðtali við RÚV að fyrirtæki hafi verið beðin um að loka starfsemi sinni í sóttvarnaskyni og því sé eðlilegt að veita lokunarstyrki. Um er að ræða um 800 þúsund fyrir hvern starfsmann en þó að hámarki 2,4 milljónir.

Sex milljóna króna lán á afar lágum vöxtum eru ætluð litlum fyrirtækjum með fáa starfsmenn, segir Bjarni í viðtali við RÚV.

Bjarni segir mikilvægast að koma innlendri eftirspurn aftur í gang eftir að slakað verður á samkomubanni. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni auka getu margra til að standa í skilum og borga laun starfsfólks.

Í viðtali við Vísir.is sagðist Katrín eiga von á að næsti aðgerðapakki líti dagsins ljós mánaðamótin maí/júní.

Á vef Stjórnarráðs eru nánari upplýsingar um aðgerðirnar, settar fram í nokkrum greinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump