fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Hárgreiðslustofur og nuddstofur fá lokunarstyrki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 19:55

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtæki sem gert var að loka vegna ákvörðunar sóttvarnalæknis fá svokallaða lokunarstyrki frá ríkinu samkvæmt nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Ekki liggur fyrir hve háar fjárhæðir hvert fyrirtæki fær en tveir og hálfur milljarður verða settir í þetta verkefni. Meðal fyrirtækja sem fá lokunarstyrki eru hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og líkamsræktarstöðvar.

Þetta kom fram í viðtali Kastljóss við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í kvöld.

Katrín benti á að þessi pakki beindist að smáfyrirtækjum á meðan brúarlánin í pakka 1 hafi verið sniðin að stórfyrirtækum.

Stuðningslán verða veitt til smærri fyrirtækja upp að hámarki 6 milljónum króna.

Katrín var spurð út í gagnrýni  ASÍ á pakkann, þess efnis að hann beindist of lítið að heimilum. Katrín benti á að pakkinn beindist að atvinnu fólks sem væri grundvallaratriði í afkomu heimila. „Þetta er hágreiðslukonan sem búin er að loka í nokkrar vikur,“ nefndi Katrín sem dæmi.

Hún taldi einnig til að settir verða tveir milljarðar í sumarstörf fyrir námsmenn.

Katrín sagði að eitt af því sem einkenndi aðgerðir ríkisstjórnarinnar væri að tekið væri fyrr á vandanum núna en í síðustu niðursveiflu.

Sjá einnig: Ríkisstjórnin kynnir nýjan aðgerðapakka

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa

Björn Jón Skrifar: Um gagnsemi prófa
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Í skálkaskjóli skrollsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi

Hanna Katrín Friðriksson: Leiðrétting veiðigjalda festir í sessi fyrirsjáanleika í sjávarútvegi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!