fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur harðlega gagnrýndur eftir ræðu kvöldsins – „Boðar ógeðfeldustu hugmyndafræði sem ég get hugsað mér“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 22:50

Sigmundur Davíð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ræðu sína á Alþingi í kvöld, en þar sagði hann að frumvarp er varðar réttindi intersex barna, væri líklega „óhugnanlegasta“ þingmál seinni tíma. Fjöldi fólks hefur nú sagt skoðun sína á þessari ræðu Sigmundar, en ansi margir virðast ósáttir með hana.

Á heimasíðu Samtakanna 78 er Intersex skilgreint svona:

Intersex er meðfætt frávik á líkamlegum kyneinkennum. Það er að segja líkamlegur munur á litningum, erfðafræðilegri framsetningu, hormónastarfsemi, kynfærum, svo sem eistum, getnaðarlim, kvensköpum, sníp, eggjastokkum og svo framvegis.

Intersex mismunur kemur venjulega fram í innri eða ytri kynfærum. Við erum intersex því að meðfædd kyneinkenni okkar virðast vera bæði karl- og kvenkyns, ekki algerlega karl- eða kvenkyns, eða hvorki karl- né kvenkyns.

Intersex snýst ekki um kynleiðréttingarferli eða að viðkomandi skilgreini sig sem trans eða hafi slíka reynslu. Það snýst heldur ekki um kynferðislegar langanir. Fylgni getur verið milli breytileika í heilastarfsemi og bæði kynhneigðar og kynvitundar, en intersex snýst ekki um heilastarfsemi.“

Í frumvarpinu sem um ræðir er lagt til að „Varanlegar breytingar á ódæmigerðum kyneinkennum barna undir 16 ára án samþykkis verði einungis heimilar af heilsufarslegum ástæðum og einungis að undangenginni vandaðri málsmeðferð og ítarlegu mati á nauðsyn breytinganna og afleiðingum þeirra.“

Sigmundur vill meina að með þessu sé verið að skerða réttindi foreldra og heilbrigðisstarfsfólks, en sá hluti ræðu hans er varðaði málið var svona:

„Miðað við lýsinguna er þetta líklega óhugnanlegasta þingmál sem ég man eftir í seinni tíð. Þar virðist standa til að leggja bann við því að börn fái nauðsynlegar og lífsbætandi aðgerðir,

Börn geta fæðst með ýmis konar fæðingargalla. Stundum er ekkert við því að gera en sem betur fer gera nútímavísindi okkur kleift að bæta úr mörgum þeirra. Nú er lagt til að óheimilt verði að gera aðgerðir til að lagfæra, lækna, á-kveðin líffæri, eða það sem kallað er ódæmigerð kyneinkenni. Það á við um 1,7 prósent barna samkvæmt gögnum ráðuneytisins

Nú ætlar ríkisstjórnin að banna foreldrum og læknum að nýta nútíma lækningar. Þetta er aðför að framförum og vísindum. Þetta er aðför að frelsi foreldra, þetta er aðför að frelsi heilbrigðisstarfsfólks og þetta er aðför að réttindum barna.

Ég trúi því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn hleypi þessu máli í gegn en það hafa reyndar verið mörg mál sem ég hélt að sá flokkur gæti ekki samþykkt. En hann gerði það nú samt. Þriðji flokkurinn mun svo líklega gera það sem ætlast er til af honum.“

Líkt og áður segir hafa margir gagnrýnt þessa ræðu hans, en þar má nefna Andrés Inga Jónsson þingmann utan þingflokka, Sóleyju Tómasdóttur fyrrverandi Oddvita Vinstri grænna og Geir Finnsson varaborgarfulltrúa Viðreisnar. Auk þeirra hafa margir sem eru áberandi í jafnréttis-umræðunni á Íslandi gagnrýnt ræðu Sigmundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti