fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Inga Sæland reið: „Betra að vera hræddur en dauður“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. febrúar 2020 19:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hver kannast ekki við þá kenningu að þeir sem eru kjörnir á þing umbreytist í eitthvað allt annað þegar alþingishurðin skellur á hælana á þeim. Gleymi öllum gefnum loforðum á stundinni. Ég hef enn ekki rekist á þetta breytingarherbergi og ef það er þarna að finna þá mun ég aldrei stíga þangað fæti inn.“

Svona hefst Facebook-færsla Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, en hún er ekki sátt með viðbrögð stjórnvalda vegna kórónaveirunnar. „Ég var kosin til að segja sannleikann, til að berjast gegn fátækt og spillingu, til að gera allt sem í mínu valdi stendur til að vernda borgarana gegn allri vá og gegn valdníðslu valdhafanna.“

„Nú þegar ég bendi á dauðansalvöru Kórónaveirunnar sem enginn utan kínverkra stjórnvalda veit í raun hvers er megnug, þá er eru þeir til sem segja mig reka hér hræðsluáróður og skelfa fólk. Ég kem með dánartíðnitölur sem eru jafn sannar og bullið sem matreytt er ofan í okkur af kínverskum stjórnvöldum og er kölluð lygari í leiðinni,“ segir Inga en rúmlega 64 þúsund manns hafa smitast af veirunnni. Af þeim hafa um 1.300 manns látist en rúmlega 7 þúsund manns hafa jafnað sig eftir veiruna.

„En mér er sama, betra að vera hræddur en dauður. Kórónaveiran er núverandi óvinur mannkyns númer eitt og hana ber að forðast og fyrirbyggja með öllum ráðum, ekki einungis undirbúa komu hennar eins og við eigum ekkert val. Já það eru ekki bara góðu launin sem fljóta upp á fjöru þingmannsins, Ó nei ég er einnig umvafin kærleika þeirra sem treysta mér og styðja í gegnum þykkt og þunnt ásamt illsku þeirra sem tala mig niður, gera mig að lygara og þjófi, ómerkingi og hálfvita.“

Inga segir að hvað sem öllu þessu líður þá tekur hún kærleikann út fyrir sviga og alla þá sem umvefja hana með honum. „Ég læt ekki pólitíska andstæðinga segja mér hvar hugsjonir mínar og sannfæring liggur. Ég er hér fyrir ykkur sama hvað á gengur. Flokkur fólksins er flokkurinn þinn, hann setur fólkið í fyrsta sæti og við gefumst ALDREI UPP!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur