fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

And-Öskubuska

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. janúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagan af Meghan Markle er eins konar öfug Öskubuskusaga. Hún er and-Öskubuska. Kona af lágum stigum sem kemur til að búa í höll og uppgötvar fljótt að það er óþolandi, neyðist til að flýja hræsnarana og leiðindapakkið.

Maður getur séð fyrir sér Meghan og prinsinn Harry þar seam þau hafa verið likt og umsetin í höllum konungdæmisins. Um þau situr eitthvert verst innrætta og meinfýsnasta afl í víðri veröld – breska slúðurpressan. Hún hatar prinsessuna vegna þess að hún er klár, sjálfstæð og auðvitað mest af því hún er ekki af réttum kynþætti.

Og henni er ekki fyrirgefið að hafa alist upp „röngu megin við teinana“, eins og eitt blaðið orðaði það, án ríkidæmis og forréttinda. Semsagt Öskubuska. Og fréttaflutningurinn hefur meðal gengið út á að hafa upp á ættmennum Megan sem eru til í að leggja til hennar illt orð.

Maður hlýtur að fagna flótta þessa unga fóks. Harry er sá sjötti að ríkiserfðum þannig að líkurnar á að hann verði kóngur eru sáralitlar. Þannig ætti hann eftir að daga uppi eins og mubla í höllinni, minna á sína gráu frændur, Andrew og Edward, sem báðir eru orðlagðir fyrir að vera leiðinlegir – sá fyrri er reyndar flæktur í andstyggilegt kynlífshneyksli. Það hefur valdið drottningunni, hallarráðgjöfunum og illu pressunni minni áhyggjum en brotthlaup Meghan og Harrys til Kanada.

En svo undirstrikar þetta náttúrlega allt fáránleika þessa fyrirkomulags – að breskir skattborgarar skuli rogast með stóra ætt hátigna á ofurlaunum og að stjórnarfar í landi skuli eiga eitthvað undir erfðum. Fáránleiki þess sést einna best þegar drottningin þarf að þylja upp tuggur, hálfsannleik og lygar stjórnmálamanna í ræðum sínum.

Stundum finnst manni reyndar eins og eini tilgangur þessa fólks sé að vera í slúðurpressunni. Það þrífst á umfjöllun hennar, og pressan fær ótæmandi efni til að fjalla um. Ekkert er svo smátt að það sé ekki tínt til. En stundum er algjörlega farið yfir strikið, eins og í dæmi Díönu prinsessu og svo Meghan Markle þar sem umfjöllunin snýst upp í hreinar ofsóknir. Hún fékk ekki einu sinni að borða avocado í friði án þess að hún fengi yfir sig demburnar vegna þess.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar