fbpx
Miðvikudagur 29.maí 2024
Eyjan

Sjáðu skattabreytingarnar sem taka gildi á nýju ári

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. desember 2019 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Áhrif þeirra eru metin til samtals 9,5 milljarða króna lækkunar samkvæmt vef stjórnarráðsins.

Um er að ræða breytingar á tekjuskatti, tryggingagjaldi, hækkun á eldsneyti, áfengi og tóbaki og skerðingamörkum barnabóta. Þá taka gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem eiga að hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum.

Breytingarnar má sjá hér að neðan:

Tekjuskattur einstaklinga

Ábati breytinga á tekjuskatti eru sagðar eiga að skila sér til allra tekjutíunda,  en þó sérstaklega til lág- og millitekjuhópa, með tilkomu þriggja þrepa kerfis:

Tryggingagjald

Í ársbyrjun 2020 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 %-stig, úr 5,15% í 4,9%. Tryggingagjald í heild lækkar úr 6,60% í 6,35%, sbr. meðfylgjandi töflu.

 

Krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi, tóbak o.fl.

Krónutölugjöld lækka að raungildi un næstu áramót en þau munu hækka um 2,5% sem er minna en nemur verðbólgu frá síðustu verðlagsuppfærslu. Hið sama gildir um útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra. Kolefnisgjald hækkar þó meira eða um 10%. Breytingar á helstu krónutölugjöldum milli áranna 2019 og 2020 eru sýndar í meðfylgjandi töflu.

Barnabætur

Um áramótin hækka skerðingarmörk tekjustofns barnabóta. Hjá einstæðum foreldrum hækka þau úr 3,6 m.kr. á ársgrundvelli í 3,9 m.kr., eða úr 300 þúsund kr. á mánuði í 325 þúsund kr. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 338.542 kr. í mánaðarlaun.

Skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hjá sambúðaraðilum hækka úr 7,2 m.kr. á ársgrundvelli í 7,8 m.kr., eða úr 600 þúsund kr. á mánuði í 650 þúsund kr. Það þýðir að fyrir sambúðaraðila sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð er engin skerðing á barnabótum upp að 677.084 kr. í samanlögð mánaðarlaun.

Í eftirfarandi töflu eru tekin dæmi af fjölskyldum með misháar tekjur og áhrifum barnabótabreytinga á ráðstöfunartekjur þeirra.

Frekari stuðningur við orkuskipti

Á árinu 2020 taka gildi nýir, tímabundnir skattastyrkir sem hvetja til notkunar á vistvænum samgöngum og sem nýtast bæði heimilum og fyrirtækjum í landinu. Breytingarnar eru eftirfarandi:

Frá 1. janúar 2020

 • Reiðhjól (órafknúið): VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.)
 • Rafmagnshlaupahjól: VSK felldur niður (hámark 48.000 kr.)
 • Rafmagnsreiðhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.)
 • Rafknúið létt bifhjól: VSK felldur niður (hámark 96.000 kr.)
 • Rafmagns- eða vetnisbifhjól: VSK felldur niður (hámark 1.440.000 kr.)
 • Hleðslustöð í eða við íbúðarhúsnæði: full endurgreiðsla VSK af kaupum á hleðslustöð og endurgreiðsla VSK vegna vinnu við uppsetningu aukin úr 60% í 100%.
 • Hámarksfjöldi rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbifreiða sem njóta VSK-ívilnana aukinn í 15.000 í hverjum flokki.

Frá 1. júlí 2020

 •  Hámark á niðurfellingu VSK við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið eða -bifhjóli, hækkar úr 1.440.000 kr. í 1.560.000 kr. á hvert tæki.
 • Bílaleigur, eignaleigur og fjármögnunarleigur: útleiga á vistvænum bifreiðum verður undanþegin VSK-skyldri veltu.
 • Hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa: VSK felldur niður að fullu.
 • Aðilar í atvinnurekstri: heimilt að fyrna að fullu ökutæki á kaupári sem nýtir eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni.

Síðar (framlengingar eftir árið 2020)

 • Gildistími VSK-ívilnana fyrir rafmagns- og vetnisbifreiðar er framlengdur til 31. desember 2023.
 • Gildistími VSK-ívilnunar fyrir tengiltvinnbifreiðar er framlengdur til 31. desember 2022.
 • Fjárhæðarmörk á niðurfellingu VSK við kaup á tengtiltvinnbifreið lækkar í áföngum úr 960.000 kr. í 480.000 kr. á hverja bifreið.

Tengill á gögn málsins á vef Alþingis

Skattur á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir

Á árinu 2020 tekur gildi nýr, grænn skattur á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir sem m.a. eru notaðar í kælikerfum. Skatturinn er lagður á hvert kílógramm af innfluttum flúoruðum gróðurhúsa¬lofttegundum fyrir hvert tonn koldíoxíðjafngildis að 10.000 kr./kg verðþaki. Árið 2020 verður aðeins lagt á hálft gjald en fullt gjald ári síðar.

Tengill á gögn málsins á vef Alþingis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fimm fara frá Newcastle