fbpx
Sunnudagur 03.mars 2024
Eyjan

Mikill vöxtur í jólabókaflóðinu – en er það gott?

Egill Helgason
Mánudaginn 4. nóvember 2019 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlit fyrir stærsta jólabókaflóð frá upphafi.

Þetta er haft eftir Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda, í frétt í Ríkisútvarpinu.

Bryndís segir að verði algjört metár í útgáfu íslenskra skáldverka, ljóðabóka og barnabóka. Tölurnar sem hún gefur upp tala sínu máli. 47 prósent fleiri barnabækur í fyrra, 21 prósent fleiri skáldverk en í fyrra, 51 prósent fleiri ljóðabækur en í fyrra.

Semsagt met.

Er þetta endilega gott? Það er auðvitað ekki víst. Þetta hefur auðvitað í för með sér að fleiri bækur en ella fá litla eftirtekt, sökkva í flóðinu, gleymast strax – það er enginn sem kemst yfir þetta allt. Jólabækur eru líka svolítið einnota á Íslandi – krafan er eiginlega sú að um þær sé fjallað áður en hátíðin gengur í garð, umfjöllun eftir hana er ekki jafn kærkomin. Mikið af bókunum verður á afsláttarprís stuttu eftir jól.

Þetta setur okkur sem fjöllum um bækur í ákveðinn vanda. Við getum ekki sinnt þessu öllu á þeim tveimur mánuðum sem jólabókaflóðið stendur yfir. Bókmenntaumfjöllun í fjölmiðlum er almennt minni en hún var í eina tíð – bókmenntagagnrýni er varla nema svipur hjá sjón.

En þetta ber auðvitað vott um menningarlega grósku. Bryndís er spurð að þessu og hún svarar:

„Það er náttúrulega bara óhófleg bjartsýni íslenskra útgefa og skálda, áhugi, ástríða, ástríða er alveg örugglega rosalega stór hluti og svo er það bara lesgleði landans.“

Jú, vissulega. En það má líka spyrja hvaða áhrif endurgreiðslur frá ríkinu hafa – en nú eru í gildi lög um að 25 prósent útgáfukostnaðar skuli endurgreiddur. Er það hvati til að gefa út fleiri titla?

Það er auðvitað spurning hvernig þetta fer saman, aukinn fjöldi útgefinna bóka og minnkandi bóklestur – sem er óvéfengjanleg staðreynd. Til hvers að gefa út svo margar bækur – er ekki ýmislegt þarna sem betur væri óútgefið? En kannski er óþarfi að tala þannig – það eru ekki allar bækur sem krefjast þess að vera lesnar af einhverjum fjölda.

Hér má líka vitna í einn af hinum bráðsnjöllu pistlum sem Halldór Armand Ásgeirsson hefur flutt í útvarpið. Þetta er frá því í fyrrahaust og Halldór fjallar um ritlistina og lestur:

„Og það er kaldhæðnislegt að hugsa til þess að á vorum byltingarkenndu tímum felist mesta andófið í þeirri gamalgrónu hefð að sitja einhvers staðar og lesa bók. Já, það eru nefnilega bókaunnendur sem eru hinir einu sönnu radíkalar í dag vegna þess að þeir neita að láta fylgjast með sér. Þeir hafna eftirlitinu. Allt sem við lesum á netinu og reyndar eiginlega allt sem við gerum í dag er mælt og greint af stórfyrirtækjum og ríkisstjórnum svo hægt sé að nýta þessar upplýsingar í valdbeitingarskyni. En lesandinn, sem einhvers staðar situr niðursokkinn í bók, er utan seilingar. Það er ekki hægt að mæla hann, ekki hægt að vita hvar hann er á síðunni, ekki hægt að segja til um hvað hann mun lesa næst út frá því sem hann les núna, ekki hægt að reikna út hvaða ályktanir hann mun draga eða átta sig á því hvers vegna yfir höfuð hann situr þarna með þessa tilteknu bók.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump