Látinn er í Reykjavík Sigurður E. Guðmundsson, M.A., fyrrverandi framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, og borgarfulltrúi og varaþingmaður Alþýðuflokksins. Þetta kemur fram á Fréttablaðinu.
Sigurður E. var fæddur í Reykjavík 18. maí 1932 og var því á 87. aldursári þegar hann lést eftir skamma sjúkralegu.
Sigurður var kvæntur Aldísi Pálu Benediktsdóttur frá Grímsstöðum á Fjöllum, sem lést árið 2007, og lætur eftir sig þrjú börn, tvö barnabörn og eitt barnabarnabarn.
Sigurður E. gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum í félagsmálum og á vegum Alþýðuflokksins.