fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Raddir unga fólksins við Hringborð Norðurslóða

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. október 2018 20:00

Hópurinn saman á Arctic Circle ráðstefnunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaþing Arctic Circle (Hringborðs Norðurslóða) var haldið um síðustu helgi í Hörpu í Reykjavík. Hópur ungmenna frá Ungmennahúsi Akureyrarbæjar sótti þingið og á sérstakri málstofu sem nefnist Raddir unga fólksins (The Voices of Youth) og fluttu þrir Akureyringar erindi um brýn hagsmunamál ungs fólks: Omar Khattab Almohammad sagði frá reynslu sinni af menntakerfinu eftir að hann flutti til Akureyrar frá Sýrlandi, Páll Rúnar Bjarnason talaði um reynslu unglinga af þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem er í boði á Akureyri og Ari Orrason fjallað um sjálfsmorð ungmenna í bænum.

Að auki tók Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þátt í málstofunni og kynnti markmið sín. Þar tóku til máls Matthías Bragi, Auður Bjarnadóttir og Ástþór Björnsson. Fundarstjóri Jörundur Guðni Sigurbjörnsson.

Skipuleggjandi málstofunnar Raddir unga fólksins (The Voices of Youth) var Guðrún Þórsdóttir verkefnastýra hjá Ungmennahúsinu á Akureyri. Margt dreif á daga ungmennanna fyrir sunnan og má þar nefna að hópurinn var boðinn í sendiráð Bandaríkjanna þar sem Byron Nicolai sýndi heimildarmynd um sjálfan sig og líf sitt í Alaska. Byron er ungur strákur sem býr í litlu þorpi í Alaska og stundar körfubolta en engar samgöngur eru við bæinn nema loftleiðis. Byron kom til Akureyrar stuttu fyrir Arctic Circle ráðstefnuna og söng fyrir nemendur VMA. Hann söng einnig á opnun Arctic Circle í Reykjavík og kom fram þar nokkrum sinnum yfir helgina. Byron syngur þjóðlög og blandar saman eldri og nýrri tónlist. Segoline Royal, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Frakklands, hitti hópinn á laugardag og kynnti þar störf sín í þágu umhverfismála, femínisma og baráttu gegn loftlagsbreytingum.

Að kynningu lokinni voru málin rædd vítt og breitt og ungmennin létu óspart í ljós sínar skoðanir á málaflokkunum. Segoline Royal er úr franska Sósíalistaflokknum og var frambjóðandi flokksins til embættis forseta Frakklands árið 2007. Ungmennin frá Akureyri voru virkir þátttakendur í Hringborði Norðurslóða og sóttu hinar ýmsu málstofur meðan á ráðstefnunni stóð. Margvísleg tengsl voru mynduð við ungt fólk sem starfar að umhverfismálum og bættum heimi á alþjóðavísu. Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri hjá Ungmennahúsinu á Akureyri er bjartsýn á að ferðin suður beri góðan ávöxt:

„Eftirfylgnin mun taka sinn tíma en við komum til dæmis á tengingu við frönsk ungmenni í gegnum Segoline Royal og einnig náðum við góðu sambandi við Students on Ice sem er samtök sem ferðast með ungmenni um heiminn og skoða með eigin augum ummerki um loftlagsbreytingar. Þar að auki vinnum við áfram með félaginu Ungir umhverfissinnar að verkefninu The Arctic Youth Network og erum strax farin að undirbúa þátttöku á næsta Hringborði Norðurslóða eða Arctic Circle þar sem við verðum vonandi enn fjölmennari og látum jafnvel ennþá meira til okkar taka.“

Aðkoma Ungmennahússins að Arctic Circle var styrkt af Erasmus plus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega