fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Flugfélögin ráða ferðinni – annars stefnuleysi

Egill Helgason
Mánudaginn 3. september 2018 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nánast allir ferðamenn sem koma hingað koma í gegnum Keflavíkurflugvöll og þar eru tvö íslensk flugfélög stærst en þessi tvö flugfélög hafa það sem meginstarfsemi að flytja fólk yfir hafið. Þetta er orðið tekjustýringarmál hvernig sætin í vélinni skiptast. Þetta er ekkert endilega gott fyrir ferðaþjónustan að vera í þeirri stöðu að það fari eftir markaðsaðstæðum í flugi yfir Atlantshafið hvernig þetta endar hér.

Þetta sagði Skarphéðinn Berg Steinarson í viðtali við morgunvaktina á Rás 1.

Þarna er komið að kjarna máls sem lítt hefur verið ræddur. Ferðaþjónustan hér hefur verið að byggjast upp nær eingöngu á forsendum flugfélaganna. Um áætlanir þeirra hefur lítið verið rætt. Þær hafa gengið út á að gera Ísland að tengimiðstöð milli Bandaríkjanna og Evrópu. Samhliða því hefur ríkisfyrirtækið Isavia ekki haft undan að stækka Keflavíkurflugvöll. Annars hefur öll stefnumörkun kringum ferðaþjónustuna verið mjög veik.

Nú er að koma í ljós hvað þessi flugstarfsemi er ótraust – og vöxtur flugfélaganna hugsanlega ósjálfbær. En þetta hefur haft í för með sér breytingu á eðli ferðamennskunnar sem máski er ekki sérlega hagfelld fyrir greinina. Ferðamennirnir sem hingað koma staldra við í styttri tíma, þeir dreifast ekki sérlega mikið um landið,  Evrópubúum hefur fækkað – það er til dæmis viðurkennt nú að Icelandair hafi vanrækt Evrópumarkaðinn.

Þetta hefur margvísleg önnur. Til dæmis er nefnt á hinum ágæta vef Túrista að farþegum hafi fækkað mikið í innanlandsflugi. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, gefur þá skýringu að samsetning ferðamanna hafi breyst:

Mikil fækkun hefur orðið í komum ferðamanna frá Evrópu sem hefur áhrif á fjölda farþega í innanlandsflugi því þeir eru mjög stór hluti farþega yfir sumarmánuðina.

Þetta hefur reyndar verið nefnt margoft í pistlum hér á síðunni, hvað það er varasamt að láta flugfélögin ráða algjörlega ferðinni – eins og Skarphéðinn Berg ræddi í útvarpinu í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“