fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

LÍN ánauð – er til önnur leið?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 20:00

Sara Kolka Courageux

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Kolka Courageux, yfirmaður almannatengsla hjá Microsoft Development i Danmörku, skrifar um kynni sín af Lánastofnun íslenskra námsmanna:

„Þetta er bestu lán sem hægt er að fá“ sagði þjónustufulltrúinn frá SPRON. Ég var tuttugu og tveggja, ótrúlega vitlaus og kærulaus með peninga. Samt hafði ég unnið með skóla síðan ég var sextán, notað pening og átt ógrynni af bankakortum og fengið meira að segja visakort langt fyrir aldur fram. Það þótti nú bara mjög fullorðinslegt – en ég sé það núna hvernig það voru bara æfingabúðir til að skapa hin fullkomna neytenda. En ok, hafði samt tekið náttúrufræðibraut svo að – ég gat alveg reiknað út að með því að taka námslán frá LÍN þá myndi það taka tíma að borga upp skuldina- og að ég væntanlega yrði skuldbundinn fyrirtækinu í nokkur ár og myndi borga vexti. Hvað sagði hún aftur mikið? 4,75% vextir? Já já. Það hljómaði nú bara mjög sanngjarnt. Og ég skildi ekki alveg smáa letrið – en kommon, það gerir það hvort eð er enginn. Svo ég skrifaði bara undir og hélt af stað í nám til Bretlands.

Spólum fram 17 ár. Nú er júní 2018. Maðurinn minn hringir og lætur mig vita af peningarnir séu komnir inn á reikninginn. Ekkert óeðlilegt samtal okkar á milli, höfðum keypt hús í Kaupmannahöfn einu ári áður og dílað við bankann mörgum sinnum, hann oftar en ég samt -vegna þess að fyrir einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá er það ekki uppáhalds hjá mér að fara í bankann. Samt nauðsynlegt að fara í bankann í dag- þeir millifæra ekki svona háar upphæðir í heimabankanum. Fer í hádegishléinu og bíð samviskulega eftir að röðin komi að mér. „Já, ok þú vilt sem sagt millifæra yfir 1 milljón?“ spyr nýfermdi strákurinn í afgreiðslunni. (Við töluðum dönsku og upphæðin var í dönskum krónum en fyrir betri lesningu skulum við halda okkur við íslenskar krónur). „Nei,“ segi ég, „ég vil millifæra nákvæmlega 4 milljónir 176 þúsund yfir á íslenskan bankareikning.“ Táningurinn skilur varla hvað ég er að fara og ímyndar sér örugglega að settlega konan sem stendur fyrir framan hann kófsveitt (það var 30 stiga hiti!) hafi stungið af frá fíkniefnaskuld frá krimmalandinu Íslandi og þurfi nú að borga ransom fyrir óheppinn fjölskyldumeðlim sem var ábyrgðamaður fyrir skuldinni (ekki alltof fjarri sannleikanum). Þetta skrýtna land sem notast við gjaldmiðil sem þau í Nordea bankanum mega ekki einu sinni versla með, þar sem íslenska krónan hefur verið á bannlista í tíu ár. „Já ok, en þú verður að reikna þetta út sjálf í dönskum krónum“ segir hann, þar sem þau geta ekki einu sinni flett upp þessari úreltu mynt i kerfinu hjá sér. Það er nú eins gott að ég er með „currency converter“ appið – sama appið sem tvisvar á ári færir mér vondu fréttirnar: „Þú skuldar LÍN meira en þú gerðir í gær – og í rauninni meira en fyrir 17 árum síðan, já nei ekki gera þennan svip væna, þú veist þetta alveg, þótt þú sért búin að borga af láninu síðustu 12 árin. Nú loka ég mér ef þú ætlar að öskra svona í hvert einasta skipti,“ segir appið og síminn fer í baklás. Ég reikna þetta út, skrifa undir og fer aftur í vinnuna. „Til hamingju með að vera laus við LÍN “ segir eiginmaðurinn í símanum voða kátur. Og ég veit að ég ætti að vera svo glöð og fegin, en ég sit eftir starandi útí loftið, með blóðbragð í munninum.

Staða skuldar: 0

Auðvitað á að greiða upp lán – en fyrr má nú vera

Ekki misskilja, mér finnst fullkomlega eðlilegt að maður greiði upp lánin sín. Það var samt ekki fyrr en ég upplifði erlent lánakerfi að ég skildi hversu ótrúlega gallað lánakerfið er á Íslandi. Ég ætlaði aldrei að fást til þess að kaupa húsnæði – og þegar húsnæðislánin voru kynnt fyrir mér í dönskum banka skildi ég ekki alveg síðustu blaðsíðuna í samningnum (samt orðin mikið færari í smáa letrinu). Gat það verið að skuldin væri í 0.- eftir nákvæmlega 30 ár? Bíddu – afborganirnar í HVERJUM mánuði borguðu eitthvað af höfuðstólnum? Það gat nú ekki verið. Hvar lá hundurinn grafinn? Var ég ekki eitthvað að misskilja – ég spurði eiginmanninn og skipti yfir í ensku til að vera viss um að ég væri ekki í ruglinu – „jújú, þetta passar“ „En eru vextirnir þá ekki alveg brjálæðislega háir?“ Hann svaraði „jú, ég meina við getum kannski fengið 1,5% vexti ef við bíðum aðeins en það er aðeins of óráðið – eigum við ekki bara að skella okkur á 2% fasta vexti, þá erum við ekki að gambla neitt?“ Svo að „Besta Lánið“ sem ég hafði verið að borga af á þessum tímapunkti í 11 ár – hvað var það í samanburði við „venjulegt“ lán í Danmörku?

Þessar rétt rúmu 3 milljónir sem ég hafði fengið í námslán á sínum tíma voru hér orðnar 6 milljónir 791 þúsund íslenskrar krónur. Afborganirnar (sem námu sem næstum einum mánaðarlaunum á ári í ellefu ár – já þú last þetta rétt! Ein mánaðarlaun á ári!) námu hér rétt undir 3 milljónum og 8 þúsund krónum. Eftir útreikningum hefði ég getað verið laus við LÍN skuldina eftir 13 -15 ár ef að það yrðu ekki vísitölubreytingar! Sem sagt – ég var næstum búin að borga heildarskuldina en skuldaði samt meira en ég hafði fengið lánað. Í hvert einasta skipti sem ég reyndi að útskýra þetta fyrir dönskum vinum, frönskum vinum, enskum vinum eða hverjum sem er sem þekkir ekki íslenskt lánakerfi, trúði fólk ekki sínum eigin eyrum. Oftar en ekki blótaði ég þessum mafíuháttum og grét með öðrum Íslendingum sem voru í sömu stöðu. Var með í Facebook grúppu fyrir andlegan stuðning – sem var sérstaklega þörf á í mars og september á hverju ári. Ætlaði mér að berjast gegn þessu óréttlæti og byrjaði að safna að mér ýmiskonar dæmum um vankanta lánasjóðsins, atvinnuhætti sem voru fyrir neðan allar hellur:

  • útreikningar sem komu alltof seint svo hægt væri að ná að millifæra á milli landa, sem hafði svo í för með sér sektir
  • rangir útreikningar sem fólk var beðið um að greiða á meðan að það yrði unnið úr tölunum og lofað að það fengi endurgreitt (síðasta haust voru margir í þessari stöðu)
  • áætlanir á marga sem stjórnendur (með yfir 15 milljónir í árslaun) þrátt fyrir allt aðrar upplýsingar um aldur, nám og fyrri störf (þetta er í gangi núna).
  • synjun á frestun afborgana hjá fólki sem var ekki aðstöðu til þess að greiða
  • ábyrgðamenn beðnir um að borga háar upphæðir á skömmum tíma
  • vitlausir dálkar valdir á dönskum skattskýrslum af því að það hentaði lánasjóðnum betur en ekki það sem dönsk skattayfirvöld sjálf telja skattbært osfrv

Ég komst svo að því að endurgreiðslurnar myndu standa allt yfir til dauðadags, sem kom mér á óvart þar sem ég hafði upprunalega tekið R-lán. Endurgreiðslur áttu að standa yfir í 60 ár – og þegar Lánasjóðurinn bað mig um að breyta því í G-lán neitaði ég þar sem það fól í sér að endurgreiðslur myndu standa yfir í 90 ár. En einhvern veginn hafði þessu verið breytt í lögum án þess að ég vissi af. Svo það þýddi að ég var föst í þessu kerfi til æviloka. Nei takk!

Yfirlit dauðans.

Húsið kostaði aðeins meira – bara að ég gæti losnað við LÍN forever

Við ákváðum að ég myndi taka lán í húsinu (sem ég á þegar eitthvað í – bara einu ári seinna!) til þess að greiða upp upphæðina sem gerði ekki annað en að hækka ár frá ári. Ég mun svo greiða af þessu láni ásamt húsnæðisláninu samviskulega næstu 30 árin (eða draga það fra húsverðinu ef við seljum). Upphæðin virkaði bara svo ótrúlega ósanngjörn, upphæðin sem ég „skuldaði“ LÍN eftir hrun, verðtryggingu og öll hin orðin sem ég hef aldrei skilið var ekki það sem ég skrifaði undir á sínum tíma. Þessar kvaðir eða áhættuþættir voru aldrei útskýrðir þegar ég tók lánið – verðtryggingin sem er hvergi skilin annars staðar og sem að EFTA hefur dæmt ólöglega og beðið hæstarétt að taka fyrir (sem hefur verið hundsað ítrekað) er ekki eðlileg í nútímasamfélagi og skýrt tákn að íslenska krónan getur bara ekki borgað sig. Ég borgaði þetta lán upp en ég notaði aldrei peninginn, ég borga gjarnan vexti af öllum lánum sem ég tek en við erum að tala um eitthvað allt annað hér: ánauð til dauðadags.

Ég sit á þessum bekk á fallegum sumardegi í júní og lít niður á skóna mína. Þeir eru svolítið notaðir og ég hugsa um öll skópörin sem ég hefði getað keypt fyrir 4 milljónir 176 þúsund íslenskar krónur. Skópör, og ferðalög, blóm og húsgögn, gjafir, tónleikar, upplifanir, góðan mat og bara eitthvað allt annað en að fylla á reikninginn hjá LÍN. T.d. world-class menntun fyrir börnin mín. Því eitt er alveg á hreinu, þau munu aldrei vera á íslenskum námslánum!Samt erum við ótrúlega heppin. Ég gat losað mig við LÍN af því að ég bý hér og strákarnir heppnir að hafa danskt vegabréf. Í Danmörku verða SU styrkirnir vonandi ennþá í boði þegar þeir eldast (hentugt að geta gengið að sirka 100 þúsund krónum á mánuði í 5 ár á meðan á námi stendur – og það algjörlega skuldfrítt). Því að sum lönd vita það bara, þau vita að menntun borgar sig.

Sumarskór (fengust á útsölu)

Viðbót: Af gefnu tilefni vil ég bæta við að ég fékk 7% staðgreiðsluafslátt við endurgreiðslu á námsláninu. Það er þó ekki gefið sjálfkrafa og þarf að sækja um það sérstaklega, greiða heildarupphæð og svo endurgreiðir lín hvað nemur 7% af þeirri upphæð tilbaka. Ef þú vilt greiða upp námslánin þín þarftu því að sækja um þennan afslátt (og hann verður ekki endurgreiddur á sama reikning ef sá reikningur er erlendis – endurgreiðslan er aðeins send á íslenskan reikning – þótt að sumir fulltrúar segi annað).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“