fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Styrmir um forsætisráðherra og Loga Einarsson í Kastljósinu: „Ljóst af þessum þætti að hvorugt þeirra skilur hvað er að gerast í samfélaginu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 15:04

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, segir framgöngu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, í Kastljósinu í gær þar sem rædd voru kjaramál, hafa verið forvitnilega, því þau skilji hvorugt hvað er að gerast í samfélaginu:

„Það var athyglisvert að fylgjast með málflutningi formanna hinna svonefndu félagshyggjuflokka í Kastljósi í gærkvöldi, þeirra Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns VG og Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Þau voru að ræða stöðuna í kjaramálum og alveg ljóst af þessum þætti að hvorugt þeirra skilur hvað er að gerast í samfélaginu. Katrín nefndi að vísu Kjararáð á nafn en á þann veg að búið væri að leggja það niður og frysta launakjör þingmanna, ráðherra o.fl. til næstu áramóta(!). Logi nefndi Kjararáð ekki á nafn. Og að sjálfsögðu minntist hvorugt þeirra á kurteislega ábendingu forseta ASÍ um nauðsyn á „dýpri sátt“ í samfélaginu um þau mál.“

Styrmir gefur í skyn að félagshyggjuflokkarnir séu hættir að hlusta á verkalýðshreyfinguna:

„Ætli það sé liðin tíð að formenn félagshyggjuflokkanna taki eftir því sem verkalýðshreyfingin segir? Þessi skilningsskortur stjórnmálastéttarinnar getur orðið samfélaginu dýr.“

Í sama Kastljósþætti var Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem sagði að láglaunastéttir ættu ekki að sætta sig við 4% launahækkun í komandi kjarasamningum.

Guðmundur Gunnarsson, fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins, gagnrýndi að Sólveig hefði aðeins fengið tvær mínútur af tímanum í þættinum:

„Það er svo dæmigert af hálfu fréttastofu að kalla á einn formann verkalýðsfélags og gefa henni uþb 2 min. til þess að fara yfir stöðuna á vinnumarkaði og fá síðan tvo stjórnmálamenn í korter sem sögðu jú eitt og annað sem enginn tekur mark á, Þeir sögðu nákvæmlega það sama og stjórnmálamenn hafa sagt fyrir alla kjarasamninga það sem af er þessari öld og hafa síðan svikið öll loforð skælbrosandi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast