fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Stjórnlaus hvít þjóðernishyggja

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góður vinur minn í Bandaríkjunum segir að ástæðan fyrir því að Donald Trump var kosinn sé sú að hvítt fólk hafi ekki þolað að hafa forseta í átta ár sem var svartur á hörund. Kjör Trumps sé svarið við því að Barack Obama var svartur.

Paul Krugman skrifar pistil í The New York Times í dag og kemst að sömu niðurstöðu. Hann bendir á að Pólland hafi ekki kosið stjórn sem er í óða önn að sundurlima lýðræðið þar í landi vegna þess að efnahagsástandið sé slæmt. Þvert á móti hafi hagkerfi Pólverja vaxið og eflst allar götur síðan í kreppunni 2008.

Það séu heldur ekki efnahagsmál sem ollu því að Trump var kosinn. Krugman segir að fjölmargar rannsóknir sýni að það var kynþáttaandúð sem var efst í huga kjósenda Trumps.

Málið er að við erum haldin sama sjúkdómi – hvítri þjóðernishyggju sem er orðin stjórnlaus – og hefur nánast gengið af lýðræðinu dauðum meðal nokkurra annarra vestrænna þjóða. Og við erum komin ískyggilega nálægt þeim stað að engin leið er til baka.

Krugman nefnir í þessu sambandi Ungverjaland og Pólland. Hann segir kaldhæðnislegan brandara í upphafi greinarinnar. Vitnar í ónefndan vin sinn, sérfræðing í alþjóðastjórnmálum, sem sagði stuttu eftir fall Berlínarmúrsins. „Nú þegar Austur-Evrópa er laus undan framandi oki kommúnismans, getur hún aftur fetað sína sögulegu braut – í átt til fasisma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast