fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Myrk framtíðarspá Gunnars Smára: „Uppreisn innan Vg, Katrínu og forystunni steypt“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. ágúst 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur gefið út býsna svartsýna spá um hvernig hann sér nánustu framtíð fyrir sér. Þar kennir ýmissa grasa og óhætt er að segja að drunginn sé allsráðandi,  þar sem spáin líkist helst kvikmyndahandriti úr Hollywood:

Millifyrirsagnir eru Eyjunnar)

Fall WOW, verktaka og fasteignaverðs

„Okei, er fólk að tala sig inn á einhvern veginn svona söguþráð? Fyrst fer WOW á hausinn og framboði á flugsætum til Íslands fellur um 30%. Ferðamenn verða ekki 2,3 milljónir á ári heldur 1,6 milljónir. Þegar það liggur fyrir flýja hin auðugu út með fé sitt og gengið fellur um 35% sem veldur kaupmáttarskerðingu upp á 15% sem kippir fótunum undan heimilisrekstri tug þúsunda hinna lægst launuðu. Byggingaframkvæmdir hótela og túristaíbúða stöðvast, verktakafyrirtæki fara á hausinn og fasteignaverð fellur svo þær fjölskyldur sem hafa keypt húsnæði á síðustu tveimur árum skulda meira en sem nemur kaupverði. Engu hefur verið breytt í regluverkinu svo heimili þessa fólks verða boðin upp og fjölskyldur reknar út á götu.“

Atvinnuleysið, gjaldþrotin og draugaborgin

„Fjöldi fólks í byggingaiðnaði og ferðaþjónustu missir vinnuna. Lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu fara á hausinn, hin stærri yfirtaka reksturinn eða gleypa markaðshlutdeild. Hinir stóru stækka, hin smærri hverfa. Vegna falls krónunnar munu hundruð eftirlaunafólks og öryrkja snúa heim þar sem lífeyririnn dugar ekki lengur fyrir framfærslu á Spáni og víðar. Hafnartorg og nærliggjandi svæði verður að einskonar draugaborg, verslunar- og veitingarými leigist ekki út. Húsnæðislausir setjast að í hálfköruðum hótelum.

Verkföll, uppreisn, bylting og kosningar

„Fyrirsjáanlegt að tap lífeyrissjóða vegna verðhruns á hluta- og skuldabréfum verði um 500 milljarðar. Ríkissjóður leggur bönkunum til aukið eigið fé til að mæta fyrirsjáanlegu tapi þeirra. Tekjur ríkissjóðs dragast saman um tugi milljarða vegna minni veltu, aukins atvinnuleysis og minni neyslu. Þegar samningar verða lausir um áramót segjast stjórnvöld ekkert geta lagt til; ekkert í skattamálum, ekkert í húsnæðismálum og ekkert í vaxtamálum. Verkföll eru boðuð. Lög sett á verkföll. Uppreisn innan Vg, Katrínu og forystunni steypt en þingmennirnir vilja halda áfram stjórnarsamstarfinu. Það gengur í nokkrar vikur en svo brestur meirihlutinn að baki ríkisstjórnarinnar og boðað er til kosninga í mars. Minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar með stuðningi Miðflokks og Flokks fólksins. Kosningabaráttan fer fram undir skæruverkföllum og loforðum forystu Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks um að banna verkföll, afnema skylduaðild að verkalýðsfélögum og draga úr völdum hreyfingarinnar eftir kosningar. Vopnuð lögregla stöðvar mótmæli, ríkisstjórnin segist ætla að kæfa aðra búsáhaldabyltingu í fæðingu. Kosið undir mótmælum og átökum. Lögbann á umfjöllun um fjármál Bjarna Benediktssonar enn í gildi, fram yfir kosningar.“

Slíkar aðstæður og undanfari gætu þótt ákjósanlegar fyrir sósíalistaflokk til að afla sér fylgis. Gunnar segir í athugasemdarkerfinu þó ekki um eiginlega spá að ræða:

„Nei, ég er í sjálfu sér ekki að spá þessu, aðeins að taka saman það sem mér finnst hanga í loftinu og liggja milli línanna í mörgum fréttum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben