fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Eyjan

Sigmundur gefur listgjörningi byr undir vængi

Egill Helgason
Mánudaginn 11. júní 2018 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég læt alveg vera hvað mér þótti myndirnar af konum með ber brjóst framan við málverk af körlum vera kraftmikill gjörningur. Kannski hægt að segja að þetta hafi verið alveg ágætt, en meðal staðanna sem þær fóru á voru bikaraherbergið í KR þar sem hanga myndir af löngum látnum formönnum félagsins.

Og svo komu þær í Alþingishúsið, eins og nú er orðið frægt – því Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur gefið gjörningnum vængi með því að setja fram fyrirspurn til forseta þingsins þar sem eru gerðar athugasemdir við slíka óvirðingu og ósiðsemi gagnvart  Alþingi. Þetta kemur nokkuð á óvart, því núorðið eru viðbrögð við svona uppákomum oftar en ekki hálfvelgjulegt afskiptaleysi. Það mætti jafnvel halda að listakonurnar hefðu fengið Sigmund til að taka þátt í gjörningnum með þessum hætt.

Altént hefðu þær ekki getað hannað þetta betur. Við lifum á tímum þegar er mjög erfitt að hneyksla. Þetta atriði var hluti af Listahátíð; síðasta skiptið sem ég man að hátíðin gekk fram af fólki var þegar Japaninn Tanaka dansaði á Lækjartorgi með liminn vafinn í traf en annars nakinn.

Konurnar tóku eins og áður segir myndir framan við portrett af körlum. Það er verst að núorðið er eiginlega hætt að mála slíkar myndir, það þykir beinlínis hallærislegt að gera það – þeir einu sem fá undanbragðalaust portrett af sér eru forsetar Alþingis. Þessar myndir eru gerðar á kostnað Alþingis, hengdar upp í Alþingishúsinu – en forsetarnir eru ýmist karlar og konur.

Annars gerist það mjög sjaldan á þeim tíma sem við lifum að séu hengd upp portrett eða gerðar hausmyndir af lifandi fólki. Slíkt þykjar fjarskalega gamaldags og hallærislegt. Davíð Oddsson fékk reyndar portrett af sér þegar hann varð sjötugur í fyrra – og var það hengt upp á viðeigandi stað í Valhöll.

Ég held ekki að listakonurnar, sem frömdu gjörninginn sem gekk fram af Sigmundi Davíð, hafi farið þangað til að láta taka mynd af sér með ber brjóst. En þar hefðu þær hugsanlega getað náð lifandi fulltrúa karlaveldisins.

En svo er dálítið skemmtilegur snúningur á þessari sögu, nefnilega sá að á öðrum stað er líka hneykslast á list. Það heyrast kröfur úr Seðlabankanum um að fjarlægja þaðan sígilt málverk eftir Gunnlaug Blöndal þar sem er frjálsleg kona – ólíkt stífu körlunum í jakkafötunum – sem er með brjóstin ber. Jú, Gunnlaugur var karl en fáir máluðu betri myndir af konum en hann – ásamt nektarmyndum eru frægust málverkin af síldarstúlkum á Siglufirði sem eru svo flottar að sagt var að þær litu út eins og Parísardömur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja Finnbjörn tala af „yfirborðskenndum hætti um grafalvarleg vandamál“

Segja Finnbjörn tala af „yfirborðskenndum hætti um grafalvarleg vandamál“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir orðaskipti Guðrúnar og Dags vera ein af ástæðum þess að fólk á erfitt með að treysta stjórnmálafólki

Segir orðaskipti Guðrúnar og Dags vera ein af ástæðum þess að fólk á erfitt með að treysta stjórnmálafólki
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna

Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hlutabréfaverð í Icelandair rýkur upp eftir tíðindi dagsins

Hlutabréfaverð í Icelandair rýkur upp eftir tíðindi dagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir

Björn Jón skrifar: Séra Friðrik, Friðrik V og Guðríður Þorbjarnardóttir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Daði Már Kristófersson: Ríkissjóð þarf að reka með afgangi – áföll munu ríða yfir

Daði Már Kristófersson: Ríkissjóð þarf að reka með afgangi – áföll munu ríða yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Já Takk – Tími til kominn að standa með fötluðu fólki

Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar: Já Takk – Tími til kominn að standa með fötluðu fólki