fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

FRELSUN ÞORGERÐAR KATRÍNAR!

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. maí 2018 12:00

Ögmundur Jónasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónason ritar:

Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir að flokkur sinn muni „selja sig dýrt“ í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík. Henni er vorkunn því fjölmiðlar og álitsgjafar slá því upp að Viðreisn sé í lykilstöðu um stjórnarmyndun í borginni.

En er það svo?

Meirihlutinn þarf að hafa 12 fulltrúa á bak við sig. Samfylking fékk 7 fulltrúa, Píratar 2, VG 1, Sósíalistar 1 og Flokkur fólksins 1. Samtals eru þetta 12 fulltrúar. Þarna er því kominn trúverðugur meirihluti og byggi ég þar á yfirlýsingum fulltrúa þessara framboða. Dagur vill áfram sitja og byggja á svipuðu mynstri og áður, sagði það alla vega fyrir kosningar. Píratar vilja það líka og útiloka auk þess samstjórn með Sjálfstæðisflokknum. VG vill vinstra samstarf og Sósíalistaflokkurinn líka, alla vega vill hann ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Hver er þá í oddastöðu? Er það ekki Flokkur fólksins?
Hann leggur á áherslu á félagslegan jöfnuð og ætti því að geta verið ágæt viðbót í meirihluta á félagshyggjuvæng. Nú, hugsanlega vildi hann nota sér lykilstöðu innan hægri meirihluta. Það er þá spurningin, um lykilstöðu Flokks fólksins.

Síðan er það Sjálfstæðisflokkurinn með 8 fulltrúa, Viðreisn með 2. Miðflokkurinn sem mér heyrist hafa talað sig inn á þennan kant, alla vega í áttina frá hinum, er með 1. Ekki dugir það.

Hver er þá í oddaaðstöðu? Er það ekki Flokkur fólksins?

Hvað þýðir það? Það þýðir að formaður Viðreisnar þarf ekki að „selja sig dýrt“ og það sem meira og betra er, Viðreisn þarf yfirleitt ekkert að selja sig sem hlýtur að vera léttir og frelsun því sölumennska í stjórnmálum kann aldrei góðri lukku að stýra.

Síðan má skjóta því að, nánast neðanmáls, að það hlýtur að teljast undarleg greining á stjórnmálum að telja yfirleitt Viðreisn eiga heima á félagshyggjukanti, en að mínu mati stendur sá flokkur lengst til hægri í litrófi íslenskra stjórnmálaflokka.

En góðu fréttirnar eru með öðrum orðum þær að frelsun Þorgerðar Katrínar blasir við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega