fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Segir tillögur ráðherra plástur á sár sem ekki grær: „Afleiðingarnar geta orðið fjöldagjaldþrot“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 5. september 2017 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra til að leysa vanda sauðfjárbænda vera plástur á sár sem ekki grær.

Þorgerður Katrín kynnti tillögur sínar um aðgerðir vegna yfirstandandi vanda í sauðfjárrækt í gær, miða tillögurnar að því að greiða bændum fyrir að hætta sauðfjárrækt eða draga úr henni, fram kom að kostnaður ríkissjóðs vegna tillagnanna í ár verði að minnsta kosti 650 milljónir króna.

Sigurður Ingi segir í grein í Fréttablaðinu í dag að það skorti stjórntæki til að taka á birgðavandanum, umframmagn af kjöti sé enn til staðar og sláturtíð hafin, heimili í sauðfjárrækt munu því ekki fá tekjur fyrir útlögðum kostnaðir á meðan laun annarra hækka um 30-35%:

Afleiðingarnar geta orðið fjöldagjaldþrot hjá ungum bændum með börn sem um leið sjá fram á að missa heimili sín, þar sem þau eru veðsett. Offramboð á jörðum, afleidd störf í matvælaframleiðslu munu hverfa og byggðirnar tæmast,

segir Sigurður Ingi. Segir hann að ríkisstjórnin þurfi að hlusta á lausnir til að leysa birgðavandann:

Sandkassaleik ráðherra Viðreisnar með landbúnaðarráðherra í broddi fylkingar verður að stöðva. Forsætisráðherra sem hefur sagt að í gildi sé búvörusamningur, og það standi ekkert annað til en að stjórnvöld standi við þann samning, verður að stíga fram og tryggja stuðning ríkisstjórnarinnar sem allra fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS