fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Fá minnst 650 milljónir í ár – Bændur segja það skref í rétta átt

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 4. september 2017 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda segja að tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að greiða bændum fyrir að hætta sauðfjárrækt eða draga úr henni, skref í rétta átt.

Þorgerður Katrín kynnti tillögur sínar um aðgerðir vegna yfirstandandi vanda í sauðfjárrækt í dag, en kostnaður ríkissjóðs vegna tillagnanna í ár eru að minnsta kosti 650 milljónir króna. Ítarlega hefur verið fjallað um málið og orsakir þess undanfarna daga og vikur, bændur hafa jafnframt haldið fjölmenna opna fundi víða um land til að ræða málið í sínum hópi og við fulltrúa afurðastöðva.

Bændasamtök Íslandsog Landssamtök sauðfjárbænda segir í tilkynningu til fjölmiðla að viðræðurnar hafi gengið misjafnlega en samtalinu hafi þó alltaf verið haldið áfram:

Nú liggja fyrir tillögur ráðherra. Þær eru settar fram á ábyrgð ráðherra. Ekki er um að ræða samkomulag stjórnvalda og samtaka bænda. Tillögurnar verða teknar til umfjöllunar á vettvangi samtaka bænda, m.a. á aukafundi Landssamtaka sauðfjárbænda,

segir í tilkynningunni, þar segir jafnframt:

Hvað varðar efni tillagnanna þá telja BÍ og LS að í þeim sé vissulega margt sem hægt er að taka undir og mun verða sauðfjárbændum til aðstoðar, nú þegar þeir standa frammi fyrir þriðjungslækkun afurðaverðs. Hins vegar vantar þær aðgerðir sem taka á fyrirsjáanlegum birgðavanda eftir sláturtíðina, sem nú er hafin. Samtökin telja því að tillögurnar leysi ekki vandann að fullu þó þær séu í rétta átt.

Hafa bændur lagt fram tillögur til stjórnvalda sem miða að því að taka heildstætt á þeim vanda sem við blasir. Lykilatriði í þeim lausnum sé að virkja tímabundnar aðgerðir til sveiflujöfnunar, svo sem að gera afurðastöðvum kleift að taka sameiginlega ábyrgð á útflutningi kindakjöts. Segja BÍ og LS að þær hugmyndir hafi ekki fengið brautargengi og staðan því óbreytt. Hættan sé sú að þær aðgerðir sem landbúnaðarráðherra nú leggur til séu ekki nægar og verði aðeins til þess að draga ástandið á langinn. Samkomulag sé um að flýta endurskoðun sauðfjárhluta búvörusamninga og stefnt er að því að niðurstaða hennar liggi fyrir 1. apríl á næsta ári. Í þeirri vinnu þurfi að ræða áfram þau mál sem ekki eru leyst og eins meta árangur af þeim aðgerðum sem ráðist verður í núna.

Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd Alþingis hefur lagt fram beiðni um að fundað verði hið fyrsta í nefndinni um tillögur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem ætlað er að koma til móts við vanda sauðfjárbænda, fram kemur í tilkynningu að auk hagsmunaaðila verði Þorgerður Katrín boðuð á fundinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS