fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Dr. Gunni er með skilaboð til útlendinga: Þetta er alvöru Ísland

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 4. september 2017 14:57

Dr. Gunni, Gunnar Lárus Hjálmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistar- og fjölmiðlamaður. Mynd/DV

Gunnar Lárus Hjálmarsson tónlistarmaður, best þekktur sem Dr. Gunni, vill að erlendir ferðamenn sjái hvernig hlutirnir séu á Íslandi í raun og veru, ekki bara glansmyndir. Birtir hann því mynd af bílastæði Landspítalans í Fossvogi sem hann segir táknrænt fyrir hvernig hlutirnir séu gerðir á Íslandi.

„Mínir erlendu vinir, þið eigið að sjá hvernig hlutirnir eru gerðir á Alvöru Íslandi, bak við heimsku glansmyndina „fara í Bláa lónið“-kjaftæðið – draumaveröldina sem á að heilla þig“

Það sem þú sérð á myndinni er bílastæði Borgarspítalans, annar tveggja stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Þessi mynd er táknræn fyrir hvernig næstum ALLT er gert á Íslandi. Þessi tiltekni spítali var opnaður fyrir nærri 50 – JÁ FIMMTÍU – árum, þann 28.september 1967. Og bílastæðið er alveg eins í dag og það var þá!,

segir Dr. Gunni. Vill hann vita hvort erlendir vinir sínir þurfi að fara á fjórhóladrifnum jeppa á sjúkrahús í miðri borg, biður hann þá vinsamlegast um að senda myndir ef svo er:

Íslenskir stjórnmálamenn (90% af þeim eru bara að reyna að verða ríkir með einhverju baktjaldamakki) hafa haft FIMMTÍU ár til að malbika þetta bílastæði.

Biðlar Dr. Gunni til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um að gera við bílastæðið:

Þið getið meira að segja búið til eitthvað „kjósið mig aftur“-viðburð úr því. Þið getið sagt að malbikið sé fimmtugsafmælisgjöf til spítalans. Eru þið til í þetta eða þurfum við að bíða í aðra hálfa öld eftir að þetta einfalda verkefni sé klárað!?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS