fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 3. september 2017 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra við friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæða í sumar.

Björt Ólafsdóttir skrifar:

Þjórsárver eru eitt af þeim svæðum Íslands sem er ómetanlegt hvað varðar náttúrufar og lífríki. Þau eru til að mynda víðáttumesta gróðurvin miðhálendisins, í yfir 600 metra hæð yfir sjávarmáli og þar á þriðjungur allra heiðagæsa heimsins varpstöðvar sínar. Hluti Þjórsárvera var friðlýstur árið 1981 og er á alþjóðlegri skrá Ramsarsamningsins sem dýrmætt votlendissvæði, sérstaklega vegna auðugs fuglalífs.

Verndargildi Þjórsárvera og aðliggjandi svæða er óumdeilanlegt og því löngu tímabært að stækka friðlandið. Það hefur reyndar legið lengi fyrir og árið 2013 var unnin tillaga að verulegri stækkun þess. Í henni var að auki lagt til að friðlandið næði einnig yfir Hofsjökul. Því miður lauk þáverandi umhverfisráðherra ekki við áformin um stækkun friðlandsins og hefur málið legið í dvala síðan.

Mér finnst óásættanlegt að málið hafi ekki verið leitt að fullu til lykta á sínum tíma. Ég hef því tekið friðlýsingaráformin frá 2013 upp að nýju með það fyrir augum að ljúka þeim. Ég hef kynnt þau áform fyrir hlutaðeigandi á góðum fundi með fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem eiga skipulagslega lögsögu yfir Þjórsárverasvæðinu og Hofsjökli. Drög að friðlýsingarskilmálum og afmörkun svæðisins hafa nú þegar verið send sveitarfélögunum til kynningar og umsagna, auk þess sem þau liggja á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins til almennrar umsagnar.

Fyrirliggjandi tillaga að stækkuðu friðlandi Þjórsárvera liggur að friðlandinu Guðlaugstungum til norðurs og til vesturs að fyrirhuguðu friðlandi í Kerlingarfjöllum sem unnið er að þessi misserin. Þannig mun verða hægt að tengja svæðin saman í eina heild hvað varðar m.a. vernd, landvörslu og umsýslu.

Aukin vernd miðhálendisins er einmitt eitt af megin áherslumálum mínum sem umhverfis- og auðlindaráðherra og er nefnt sérstaklega í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Að mínu mati fellur stækkun á friðlandi Þjórsárvera sem og fyrirhugað friðland í Kerlingarfjöllum vel að þeirri vinnu og lít ég á þau áform sem mikilvæg skref í átt að aukinni vernd þess stórbrotna svæðis sem miðhálendið er.

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar