fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Vakið yfir velferð barna, lýsisgjafir og fleira

Egill Helgason
Laugardaginn 2. september 2017 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var barn í skóla fyrir fimmtíu árum var ýmsilegt gert til að efla heilsu nemenda og fylgjast með því að þeir væru hraustir. Einna eftirminnilegastir eru berklaplástrarnir sem voru settir á bringu barnanna, að mig minnir hvert ár. Einn vinstra meginn og einn hægra megin og svo eitthvert efni undir sem maður vissi ekki hvað var. Svo voru plástrarnir rifnir af – sum börn lentu í að fara upp á Heilsuverndarstöð í nánari skoðun, mér finnst eins og ég hafi farið þangað einu sinni í röntgenmyndatöku.

Það var stungið blýnanti undir ilina á manni og þeir sem reyndust vera með plattfót voru sendir í sérstaka meðferð við slíku. Þurftu líklega að kreppa fótinn í gríð og erg. Einn skólafélagi minn lenti í því og við vorkenndum honum.

Sumir voru líka sendir í ljós upp á heilsuverndarstöð, sátu þar með hlífðargleraugu við sólarlampa. Það þótti ekki spennandi heldur að lenda í því.

Ég er sem betur fer of ungur til að muna tímann þegar lýsi var hellt upp í börn úr könnu. Lýsi þótti vera meðal gegn flestum meinum Þessi mynd birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir. Lýsið var volgt og það var hellt af miklum krafti, jafnvel þangað til flóði upp úr munni barnsins. Ég er frekar klígjugjarn og þegar ég var kominn í skóla voru sem betur fer komnar ágætlega bragðgóðar lýsistöflur.

En það þurfti líka að huga að annars konar heilsufari. Flámæli var miskunnarlaust útrýmt á Íslandi og það var næstum horfið þegar ég var barn. Samt skilst mér að flámælt eldri kona hafi verið fóstra mín á leikskólanum Hagaborg. Það varð jafnvel vart við að ég kæmi heim með vott af flámæli.

Svo má spyrja hvort einhver kannist við konuna sem gengur svo hraustlega til verks við lýsisgjöfina á myndinni – og börnin sem er hellt upp í.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Lögregla rúin trausti

Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að flensa afturendann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimur í höndum skemanns