fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Börn og jöfnuður

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 2. september 2017 07:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd/DV

Oddný G. Harðardóttir skrifar:

Það er þjóðarskömm að þúsundir barna á Íslandi geti ekki tekið þátt í félagsstörfum og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Börn í þessari stöðu tengjast oft ekki jafnöldrum sínum og skólafélögum félagslega, verða út undan og eru vansæl. Og tónlistarnám á Íslandi er nánast einungis fyrir börn tekjuhárra foreldra og því verður að breyta.

Bestu skólakerfi heims eru þau sem leggja áherslu á jöfnuð þannig að félagsleg og fjárhagsleg staða nemenda hefur ekki áhrif á möguleika þeirra til góðrar menntunar. Til að vinna að árangursríku skólastarfi þarf að tryggja öllum nemendum jöfn tækifæri. Bakgrunnur nemenda, þ.e. viðhorf foreldra til menntunar og væntingar þeirra til barna sinna skipta miklu máli fyrir námsárangur. Skólinn þarf að koma ákveðið til móts við nemendur, hvetja þá, styðja og örva, eins og kostur er ef foreldrar standa ekki nægilega með þeim eða geta það ekki einhverra hluta vegna.

Skólinn skiptir máli

Í öllum skólum ætti leiðarljósið að vera jöfnuður og umburðarlyndi og huga jafnt að góðum árangri og vellíðan barna. Virkt samstarf kennara innan skóla og á milli skóla stuðlar að bættum árangri. Að menntun hvers barns, koma margir kennarar og starfsmenn skóla, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Öll umræða um að árangurstengja laun kennara er því á algerum villigötum og án nokkurra raka. Tryggjum öllum kennurum góð laun og sýnum störfum þeirra með börnunum okkar virðingu. Ýtum frekar undir samstarf um gott og árangursríkt skólastarf og faglegan metnað en að hlusta á bull nýfrjálshyggjufólks um yfirburði einkarekstrar og samkeppni um fjármagn innan skóla og á milli þeirra.

Forgangsröðun stjórnvalda hvort sem er ríkisins eða sveitarfélaga skiptir börnin miklu máli, þ.e. að málefnum barna og ungra fjölskyldna sé raðað framar. Staða barna efnaminni fjölskyldna er óásættanleg. Við erum rík þjóð og eigum að jafna lífsgæði allra barna. Það er hægt og við höfum efni á því!

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?