fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Segir tillögu Sjálfstæðismanna neyðarlega: Ættu að leggja spilin strax á borðið í stað þess að afvegaleiða umræðuna

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 1. september 2017 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Samsett mynd/DV

„Það er nú bara neyðarlegt að Sjálfstæðismenn leggi fram tillögu um opinbera rannsókn daginn eftir að Framsókn og flugvallarvinir leggja fram tillögu um úttekt. Munurinn á þessum tveimur tillögum er auðvitað sá að Sjálfstæðismenn eru að reyna fría sjálfa sig,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í samtali við Eyjuna um tillögu Sjálfstæðismanna um opinbera rannsókn vegna húss Orkuveitunnar. Hún sjálf lagði fram tillögu að úttekt á Orkuveituhúsinu í gær, í tillögu Guðfinnu myndi sérstök úttektarnefnd hafa það hlutverk að yfirfara viðbrögð og aðgerðir vegna skemmda á húsi og sérstaklega verði skoðað hvernig brugðist var við leka sem uppgötvaðist 2004 og 2009.

Sjá einnig: Tillaga um úttekt á OR húsinu

Sjá einnig: Fara fram á opinbera rannsókn vegna húss Orkuveitunnar

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Í tillögu Sjálfstæðismanna er farið fram á opinbera rannsókn á tjóninu, skoðað verði hvernig staðið var að byggingu hússins á sínum tíma og hvaða ákvarðanir voru teknar. Í grein sem Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna skrifar í Morgunblaðið í dag segir hann Orkuveituhúsið á Bæjarhálsi vera ein birtingarmynd vinnubragða R-listans, sem samanstóð af Samfylkingunni, Vinstri grænum og Framsóknarflokknum, sem hafi gert fyrirtækið að vettvangi fjárfrekra gæluverkefna:

Hingað til hafa fjöl­miðlar lítið fjallað um póli­tíska ábyrgð í mál­inu þótt það sé mjög skýrt að hún ligg­ur hjá þáver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna. Eini borg­ar­full­trú­inn úr þeim meiri­hluta, sem enn sit­ur í borg­ar­stjórn, er Dag­ur B. Eggerts­son, nú­ver­andi borg­ar­stjóri,

segir Kjartan. Guðfinna segir að ákvörðun um byggingu húss vera eitt og viðhaldsleysi annað:

Ef hús lekur þá bíður maður ekki bara eftir því að hús eyðileggist heldur grípur inn í þó maður hafi verið á móti byggingu hússins tæpum 20 árum áður. Sjálfstæðisflokkurinn eru auðvitað að reyna slá ryki í augu fólks með því að reyna taka fókusinn af því sem máli skiptir í dag, þ.e. orsök lekans og afleiðingum hans og hvernig hefur verið við honum brugðist. Það er endalaust hægt að hafa skoðanir á þeirri ákvörðun að hafa byggt þetta hús en það sem máli skiptir í dag er tjónið sem orðið hefur vegna leka,

Hús Orkuveitunnar.

segir Guðfinna í samtali við Eyjuna. Hún segir nauðsynlegt að skipa sérstaka úttektarnefnd líkt og kemur fram í tillögu Framsóknarmanna, þar sem ljóst sé að tjónið á húsinu sé gríðarlegt þá þurfi að upplýsa hvernig staðið var að málum eftir að leki í húsinu kom upp í húsinu og raki og mygla uppgvötaðist í september 2015. Hvort hagsmunum Orkuveitunnar og eigenda hafi verið gætt í hvívetna:

Ólíkt Framsóknarflokknum hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft aðkomu að borgarstjórn og stjórn Orkuveitunnar síðustu árin. Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið með fulltrúa í stjórn OR síðan vorið 2010 enda var flokkurinn ekki í borgarstjórn 2010-2014 og á þessu kjörtímabili ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að leggjast í lið með meirihlutanum í borgarstjórn og útiloka Framsóknarflokkinn í stjórn OR. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ættu því að leggja spilin strax á borðið og upplýsa hvernig þeir hafa brugðist við ástandi hússins frá því vorið 2010 í stað þess að reyna beina fókusnum að byggingu hússins til að afvegaleiða umræðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?