fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Hannes óhress með einstefnu Háskóla Íslands: „Allir vita hvað þessi kór mun syngja“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 1. september 2017 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mynd/DV

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir það að bjóða þremur vinstrimönnum og einum miðjumanni að ræða um norsku kosningarnar dæmi um furðulega einstefnu sem verði sífellt algengari í Háskóla Íslands. Segir Hannes á Fésbók að sömu einstefnu megi finna á málstofu Mobilities and Transnational Iceland um nýfrjálshyggju í september þar sem aðeins sé boðið upp á fyrirlestur vinstrimanns.

Á fundi Alþjóðamálastofnunar um norsku kosningarnar tala þrír einstaklingar yst til vinstri (framkvæmdastjóri Vinstri-grænna, blaðamaður á Klassekampen og formaður Ungra pírata) og einn á miðjunni (var í Frjálslynda flokknum sáluga á Íslandi). Hér er annað dæmi um hina furðulegu einstefnu, sem er að vera sífellt algengari í Háskólanum. Allir vita, hvað þessi kór mun syngja saman, og engin rödd mun hljóma öðru vísi,

segir Hannes. Undir það taka margir, þar á meðal Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og Gústaf Níelsson einn stofnanda Frelsisflokksins. Í morgun kvartaði svo Hannes undan því að aðeins andstæðingar nýfrjálshyggju tali á málstofu Mobilities and Transnational Iceland um nýfrjálshyggju og alþjóðlegan vinnumarkað:

Háskólinn heldur áfram einstefnunni. Aðeins eru boðnir fram fyrirlesarar af vinstri væng. Í kynningu á þessum er sagt: „Guy Standing er breskur hagfræðingur við Lundúnarháskóla sem er þekktur fyrir gagnrýni sína á kapítalisma og viðtekna efnahagslega hugsun.“ Hann hefur með öðrum sömu skoðanir og 98% samkennara minna og 5,7% þjóðarinnar.

„Það er rétttrúnaður í Háskólanum“

 

Segir hann rétttrúnað ríkja í háskólanum:

Ég er aðeins að biðja um, að raddir annarra fái líka að heyrast. Það er rétttrúnaður í Háskólanum eins og svo mörgum öðrum háskólum.

Unnur Dís Skaptadóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands og einn skipuleggjenda málstofunnar segir í samtali við Eyjuna að kvartanir Hannesar komi á óvart. Á málstofunni verði fyrirlestur Guy Standing, erindi frá tveimur öðrum og svo umræður í sal þar sem frelsi sé til að hafa allar skoðanir á málefninu:

Það verður opið fyrir umræður, þetta er alveg opið og allir geta komið og tjáð sig. Þetta verður vettvangur til að tala saman. Fólk er með ólíka sýn í háskólanum og það bara er þannig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?