fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Fara fram á opinbera rannsókn vegna húss Orkuveitunnar

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 1. september 2017 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Magnússon.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fara fram á að opinber rannsókn verði gerð vegna milljarða tjóns sem orðið hefur á húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mun leggja fram tillögu þess efnis á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn, fram kemur í tillögunni að við rannsóknina verði leitast við að leiða í ljós orsakir tjónsins og hvaða lærdóm megi draga af málinu til framtíðar:

Athugað verði hvernig staðið var að byggingu hússins á sínum tíma og hvernig staðið hefur verið að viðhaldi þess eftir að það var tekið í notkun. Meðal annars verði kannað hvernig pólitískar ákvarðanir voru teknar um byggingu hússins og stækkun þess á framkvæmdatíma. Þá verði athugað hvernig ákvarðanir voru teknar um einstaka þætti málsins, t.d. hönnun, byggingaraðferðir, efnisval o.s.frv,

segir í tillögunni. Einnig verði fjallað um orsakir þess að byggingarkostnaður fór langt fram úr áætlunum. Einnig verði birtur heildarkostnaður við byggingu hússins og allur kostnaður vegna viðhalds og endurbóta frá því það var tekið í notkun. Þá verði könnuð lagaleg staða Orkuveitunnar í málinu og hugsanlegur bótaréttur vegna umrædds tjóns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?