Hneykslanleg viðbrögð létu enda ekki á sér standa, hvorki innan Bandaríkjanna né utan. Tveir fyrrverandi Bandaríkjaforsetar úr flokki Trumps stigu fram og gerðu það sem alvöru forseti hefði gert; að fordæma hatur af hvers kyns tagi, sér í lagi kynþáttahatur,
segir Rósa Björk og bætir við:
„Forsætisráðherra Bretlands fordæmdi hvers kyns kynþáttahatur. Viðbrögð hennar þóttu samt of slök og þrýst var á hana af almenningi, fjölmiðlum og stjórnmálafólki í Bretlandi að tala skýrar gegn siðblindum forsetanum og hún hvött til að taka ekki á móti Trump í opinbera heimsókn til Bretlands. Þýski innanríkisráðherrann fordæmdi harðlega orð Trumps og það gerði einnig leiðtogi þýsku stjórnarandstöðunnar. Evrópusambandið og leiðtogar á alþjóðavettvangi fordæmdu kynþáttahatur og afsakanir Trumps. Og nefnd Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu kynþáttamismunar varar nú við málflutningi kynþáttahatara í Bandaríkjunum og hvetur æðstu ráðamenn þjóðarinnar að hafna skýrt og afdráttarlaust málflutningi kynþáttahatara.“
Hér á landi heyrist hins vegar ekki múkk:
En hér á Íslandi heyrist ekki múkk frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn Íslands. Það er eins og ekki megi gagnrýna Trump. Utanríkisráðherra og forsætisráðherra fara eins og kettir kringum graut þegar kemur að hinum ruglaða Bandaríkjaforseta.
Vitnar hún í viðtal við Guðlaug Þór frá því í byrjun mánaðarins þar sem hann sagði að það þyrfti að koma í ljós hvernig forseti Trump sé:
Sama dans í kringum Bandaríkjaforsetann hefur Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, dansað. Trump sé að mörgu leyti „óvenjulegur forseti“ eins og Bjarni hefur orðað það pent.
Rósa segir að Donald Trump þurfi ekki meiri tíma til að það sé réttlætanlegt að gagnrýna hann:
Forseti sem fordæmir minnihlutahópa, sýnir kvenfyrirlitningu og hótar kjarnorkustríði gegn N-Kóreu – en getur alls ekki fordæmt hvíta nasista – er fyllilega þess verður að gagnrýna með skýrum hætti. Íslenskir ráðherrar, talsmenn þjóðarinnar, eiga að vera óhræddir við að gagnrýna kynþáttahatur og beinan eða óbeinan stuðning við það. Annað er undirlægjuháttur ráðamanna sjálfstæðs ríkis og á ekkert skylt við utanríkisstefnu Íslands.