fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

„Hvað gerði Róbert Árni Hreiðarsson eiginlega fyrir Sjálfstæðisflokkinn?“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2017 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson, Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Samsett mynd/DV

„Ef Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefði verið formaður allsherjar- og menntamálanefndar í Svíþjóð, þá væri hún það ekki lengur. Hún hefði þurft að segja af sér eftir Twitter-beiðnina um ólöglegt streymi á hnefaleikabardagann margfræga.“

Svona hefst pistill Illuga Jökulssonar rithöfundar sem hann skrifar á vef Stundarinnar í dag. Biður hann lesendur um að doka við áður en það segir að mál Áslaugar Örnu sé ekki alvarlegt, því það sé alvarlegt þar sem allir viti að það sem hún bað um er ólöglegt þó svo að flestir Íslendingar hafi eflaust á einhvern tíma horft á ólöglegt streymi af netinu.

En þingmaður sem gerir sér ekki grein fyrir því að honum eða henni beri að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki hvetja berum orðum til lögbrota, sá þingmaður er á rangri hillu í lífinu,

segir Illugi. Þar að auki heyri höfundaréttar- og netmál beinlínis undir þá nefnd sem Áslaug Arna stýrir og ábyrgð hennar sé þeim mun meiri:

Með bón sinni sýndi hún eitt af þessu þrennu: Heimsku, dómgreindarleysi eða skeytingarleysi um lögin í landinu. Og í Svíþjóð hefði þetta sem sagt kostað hana að minnsta kosti formennskuna í allsherjar- og menntamálanefnd, ef ekki sjálft þingsætið. En hér á Íslandi er bara hlegið að þessu og sagt: „Iss, þetta var nú ekki alvarlegt mál.“

Greint var frá því í gær að Áslaug Arna hefði beðist afsökunar á Facebook, Illugi segir það aumt:

Æ, ég veit það ekki. Ég er að verða pínulítið leiður á þessum stöðluðu afsökunarbeiðnum sem allar eru skrifaðar af PR-mönnunum hjá KOM, eða hvað þær heita þessar hvítþvottastöðvar, og þar með á málið að vera dautt. Sér í lagi af því það fylgir alltaf sögunni að X (í þessu tilfelli Áslaug Arna) muni ekki tjá sig frekar um málið. Það er aumt, það er alveg hel-andskoti-aumt.

Sjá einnig: Áslaug Arna biðst afsökunar

Illugi segir það hins vegar ekki vera alvarlegasta að baki stjörnuhrapi Áslaugar Örnu sem einni helstu vonarstjörnu Sjálfstæðisflokksins:

Hún ætlaði líka að reyna að þagga niður mál Roberts Downeys á fundi nefndarinnar sem hún stýrir ennþá. Það átti að ræða þar um uppreist æru. Gott og vel, en alls ekki mátti ræða mál Roberts Downeys, lét formaðurinn Áslaug Arna út ganga. Sem betur fer var hún kveðin í kútinn með það, enda algjörlega fráleit og í raun óskiljanleg fyrirmæli.

Illugi setur stórt spurningamerki við hvers vegna hún hafi sett fram þau fyrirmæli:

Hvað gerði Róbert Árni Hreiðarsson eiginlega fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Hvað er það sem er svo nauðsynlegt að þagga niður, að ekki bara miðaldra kerfisköllum, heldur líka ungum og efnilegum konum í flokknum, er ætlað að taka þátt í þögguninni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni