Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að erlent grænmeti sem flutt sé til landsins geti verið vökvað og þvegið upp úr skólpvatni. Segir Sigurður Ingi á Fésbók að hann hafi verið að keyra fram hjá akri SR grænmetis í Árnessýslu þar sem fólk var í óðaönn að taka upp gulrófur:
Fallegir akrar með íslensku grænmeti – vökvuðu með gæða vatni – dálítið annað en innflutta grænmetið sem vökvað er með endurunnu vatni – jafnvel skólpvatni,
segir Sigurður Ingi. Bætti hann svo við:
Auðvitað þvær maður allt grænmeti – en það er huggulegra að hugsa til íslensks fjallavatns og grænmetis – en hins. Íslenskt – Já takk