fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

ASÍ: Skattbyrði hefur aukist langmest hjá tekjulægstum

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 28. ágúst 2017 16:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjulágt barnafólk með lágmarks eigið fé, 20%, í húsnæði sínu fær í dag lítinn sem engan stuðning í gegnum vaxtabótakerfið. Mynd/Getty

Skattbyrði hefur  aukist í öllum tekjuhópum á tímabilinu frá 1998-2016 en aukningin er langmest hjá þeim sem hafa lægstar tekjur. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu hagdeildar ASÍ um þróun á skattbyrði launafólks.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá ASÍ að þegar skoðað sé samspil tekjuskatts, útsvars og persónuafsláttar auk barna- og vaxtabóta þá hafi skattbyrði para á lágmarkslaunum með tvö börn og lágmarks eigið fé í húsnæði aukist um 21 prósentustig á tímabilinu. Munurinn á skattbyrði tekjulægstu hópanna og þeirra tekjuhærri hefur því minnkað og dregið hefur úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins. Kaupmáttaraukning síðustu ára hefur þannig síður skilað sér til launafólks með lægri tekjur en þeirra tekjuhærri vegna vaxandi skattbyrði.

Segir ASÍ að þróunina megi einkum rekja til þess að persónuafsláttur hafi ekki fylgt launaþróun sem hefur aukið skattbyrði lægri launa mest. Þar að auki hafi stuðningur vaxtabótakerfisins minnkað verulega á tímabilinu og fækkað í þeim hópi sem fær greiddar vaxtabætur vegna tekju og eignaskerðinga.

Tekjulágt barnafólk með lágmarks eigið fé, 20%, í húsnæði sínu fær í dag lítinn sem engan stuðning í gegnum vaxtabótakerfið. Íslenska barnabótakerfið sé veikt og dragi eingöngu úr skattbyrði einstæðra foreldra og allra tekjulægstu para. Pör með börn sem hafa tekjur við neðri fjórðungsmörk fái nánast enga skattaívilnun vegna framfærslu barna og hafa því nánast sömu skattbyrði og þeir sem engin börn hafa á framfæri.

Húsaleigubótakerfið hefur þróast með sama hætti og önnur tilfærslukerfi og því hefur dregi úr stuðningi við launafólk á leigumarkaði. Nýtt húsnæðisbótakerfi bætir nokkuð hag láglauna einstaklinga og einstæðra foreldra á leigumarkaði en láglauna pör fá eftir sem áður lítinn eða engan stuðning vegna leigukostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi