fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Laxveiðin í Ísafjarðardjúpi aðeins 1/1000 af fyrirhuguðu laxeldi

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 26. ágúst 2017 08:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnahagslegt umfang laxveiði í ánum þremur í Ísafjarðardjúpi, sem eru á áhrifasvæði fyrirhugaðs laxeldis er aðeins einn þúsundasti af því sem laxeldið gefur af sér. Tekjur af stangveiði í Langadalsá voru á síðasta ári um 10,5 milljónir króna.  Ekki liggja fyrir upplýsingar um tekjur af veiðinni í Hvannadalsá og Laugardalsá en sé miðað við Langadalsá og tekið tillit til veiðinnar í hverri á má ætla að heildartekjurnar í ánum þremur hafi verið um 24 milljónir króna á síðasta ári.

Þetta er ekki fjarri því sem ætla má út frá skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá 2004 um efnahagsleg áhrif af lax- og silungsveiði á Íslandi og greinargerðar Sveins Agnarssonar, hagfræðings til Fræðaþings landsbúnaðarins 2005, sem er  byggð á skýrslu Hagfræðistofnunarinnar.  Samkvæmt þeim gögnum voru beinar tekjur 2 – 2,4 milljarðar króna á landinu öllu. Hlutur ánna í Ísafjarðardjúpi er um 1,4% af því og að teknu tilliti til þess að verðlag hefur tvöfaldast frá því verðlagi sem skýrslurnar voru reiknaðar á fæst að beinar tekjur geti verið um 30 – 36 milljónir króna á ári af laxveiði í ánum þremur.

Efnahagsleg áhrif af 30.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi eru miklu meiri. Kristján Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva telur að fiskeldið muni skapa 600 störf og að útflutningsverðmætin verði um 25 milljarðar króna. Beringer Finance, norrænn fjárfestingarbanki, gaf nýlega út ýtarlega skýrslu um íslenskt laxeldi. Þar eru svipaðar kennitölur um fjölda starfa og útflutningsverðmæti sem fylgja tilgreindu magni.

130 milljarðar króna á landsvísu

Í skýrslu Beringer Finance, sem meðal annars er greint frá í Morgunblaðinu 6. júlí 2017,  er því spáð að árið 2020 verði framleiðslan orðin 66 þúsund tonn og innan 5 – 8 ára geti framleiðslan verið farin að nálgast 200 þúsund tonn.  Á þessu ári er áætlað að framleiðslan verði 11000 tonn af laxi og ríflega 18000 tonn af eldisfiski samtals.  Árlegar tekjur af fiskeldinu verði um 130 milljarðar króna þegar fram í sækir. Gangi það eftir yrði laxeldið um 5% af landsframleiðslunni. Til samanburðar lagði sjávarútvegurinn til 8% af landsframleiðslunni árið 2015. Fjöldi starfa sem væru í laxeldi yrði samkvæmt skýrslunni um 6000. Til samanburðar þá eru um 9000 störf í sjávarútveginum í heild. Í skýrslunni er byggt á upplýsingum frá íslensku fiskeldisfyrirtækjunum, þeim leyfum til framleiðslu sem þau þegar hafa og umsóknir fyrirtækjanna um aukningu. Í skýrslunni er því spáð að verð á eldisfiski muni haldast hátt á næstu þremur árum.

Birtist fyrst í Vestfjörðum. Smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi