fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

„Samleið minni með Framsóknarflokknum er nú lokið“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Segir hún í tilkynningu til fjölmiðla að Framsóknarmenn séu viðkæmir af þegar kemur að því að tjá sig opinberlega um málefni hælisleitenda:

„Innan Framsóknarflokksins eru skiptar skoðanir um málefni hælisleitenda. Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur. Í huga margra þeirra jafngildir það því að ganga fyrir björg að láta í ljós raunverulega afstöðu sína í málefnum hælisleitenda. Þeir telja að þau séu svo „viðkvæm“ að þeirra eigin sannfæring skipti ekki máli! Þeir velja því að enduróma skoðanir sem þeir telja líklegar til að forða þeim frá frekari spurningum. Vandi þeirra er hins vegar sá að almenningur heyrir ágætlega. Almenningur heyrir holan hljóm. Framsóknarmenn skortir sannfæringu þegar þeir eru inntir eftir afstöðu sinni til málefna hælisleitenda,“

segir Sveinbjörg Birna. Segir hún að almenningur vilji flokk sem þori:
Almenningur er hins vegar fljótur að átta sig á því hverjir hafa þor til að ræða málin og hverjir ekki.  Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar voru áhöld um hvort Framsóknarflokkurinn byði fram í Reykjavík. Nokkrum vikum fyrir kosningarnar fékk ég hins vegar umboð til að leiða lista Framsóknar og flugvallarvina. Ég skoraðist ekki undan þeirri ábyrgð og ásetti mér að gera mitt besta með heiðarleikann að vopni. Í kosningabaráttunni fylgdi ég heiti mínu, lét sannfæringuna ráða og árangurinn lét ekki á sér standa. Flokkurinn hefur ekki fengið meira fylgi í borginni í fjörtíu ár.
 Segir Sveinbjörg Birna að hún veigri sér ekki við að ræða „viðkvæm“ mál:
Ég ræði um öll mál af hreinskilni, hvort heldur í tveggja manna tali, ræðustól í borgarstjórn eða viðtölum í fjölmiðlum. Það vita kjósendur. Skiptir þá ekki máli hvort ég ræði um fjármál borgarinnar, húsnæðismál, samgöngumál, skólamál, velferðarmál eða málefni hælisleitenda. Ég stend með skoðunum mínum í stað þess að enduróma skoðanir annarra.

Sveinbjörg segir að það hafi orðið ljóst að  forystu flokksins skorti metnað til að vinna honum fylgis á höfuðborgarsvæðinu heldur virðist stefnt að því að halda honum sem sérhagsmunaflokki til sveita:

Slíkt hugnast mér ekki þegar vinna þarf saman sem ein heild til að árangur náist til heilla fyrir þjóðina alla.  Stóryrtar yfirlýsingar frá forystu flokksins um ummæli mín eru hjóm eitt.  Flokkur sem er ekki tilbúinn að ræða mikilvæg málefni verður aldrei annað en smáflokkur. Samleið minni með Framsóknarflokknum er nú lokið.  Sjálf held ég ótrauð áfram.  Það sem eftir lifir kjörtímabils mun ég starfa sem óháður borgarfulltrúi, í fullu umboði kjósenda minna, með þá sannfæringu að það sé betra að vera trúr skoðunum sínum en að eiga viðhlæjendur í Framsóknarflokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi