fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

1% atvinnuleysi

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins 1% atvinnuleysi mældist í júlí sem er lægsta mæling frá því að samfelldar mælingar Hagstofunnar hófust árið 2003.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.900 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í júlí 2017, sem jafngildir 83,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 199.800 starfandi og 2.100 án vinnu og í atvinnuleit. Samanburður mælinga fyrir júlí 2016 og 2017 sýna að atvinnuþátttaka dróst saman um 2,5 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 1.900 manns en hlutfall starfandi af mannfjölda minnkaði um 1,6 stig. Atvinnulausir eru nú 2.000 færri en í júlí 2016 og hlutfallið þá var 2%. Þeir sem standa utan vinnumarkaðar samkvæmt mælingunni eru 40.400 sem er um 6.900 fleiri en í júlí 2016 en þá voru þeir 33.500.

Þegar tekið er mið af árstíðabundnum þáttum kemur í ljós að fjöldi fólks á vinnumarkaði 197.100 í júlí 2017 sem jafngildir 81,1% atvinnuþátttöku, sem er lækkun um 1,8 prósentustig frá júní 2017. Fjöldi atvinnulausra í júlí var samkvæmt árstíðaleiðréttingunni 3.600 og fækkaði um 1.400 manns frá áætluðum fjölda atvinnulausra í júní. Hlutfall atvinnulausra lækkaði því á milli júní og júlí 2017 um 0,7 stig, úr 2,5% í 1,8%. Leiðrétt hlutfall starfandi fólks í júní 2017 var 79,6%, sem er lægra en í júní eða sem nemur 1,2 stigum. Þegar horft er til síðustu sex mánaða þá sýnir leitni vinnuaflstalna að atvinnuþátttaka hefur dregist saman um 0,5 stig. Hlutfall starfandi stendur nánast í stað og dregið hefur úr atvinnuleysi um 0,7 stig.

Rannsóknin var gerð frá 3. til 30. júlí. Úrtakið var 1.217 einstaklingar á aldrinum 16–74 ára sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis reyndist nettóúrtakið 1.188 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 789 einstaklingum sem jafngildir 66,4% af endanlegri svörun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi