fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um 7 prósentustig

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dalað um tæp 5 prósentustiga fylgi frá síðustu mælingu MMR sem lauk þann 21. júlí síðastliðinn en flokkurinn mælist þó enn með mest fylgi allra íslenskra flokka, eða 24,5%.

Flokkur Vinstri grænna fylgdi þar á eftir með 20,5% fylgi og Píratar mældust með 13,5% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um tæplega 7 prósentustig milli kannanna, kváðust 27,2% styðja ríkisstjórnina samanborið við 34,1% í síðustu könnun MMR.

Fylgi Samfylkingarinnar stendur í stað milli kannanna og mælist nú 10,6%. Framsóknarflokkurinn bætir eilítið við sig fylgi, mælist fylgið nú 10,1% og mældist 9,6% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mælist nú 6,7% og mældist 6,1% í síðustu könnun.

Fylgi Viðreisnar mælist nú 6,0% og mældist 4,7% í síðustu könnun, sem þýðir að flokkurinn myndi ná manni inn á þing. Björt framtíð myndi ekki ná manni inn á þing líkt og í könnunum að undanförnu, en fylgi við flokkinn eykst lítillega, mælist Björt framtíð nú með 3,6% en mældist 2,4% í síðustu könnun. Íslenska þjóðfylkingin fengi 1,6% fylgi og Dögun 1,4% fylgi, aðrir flokkar fengju 1,6% samanlagt.

Könnunin var gerð dagana 15. til 18. ágúst 2017, spurðir voru 955 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi