fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Valhöll kýs um prófkjör eða leiðtogakjör

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í Valhöll verður kosið um hvort flokkurinn haldi prófkjör eða stilli upp lista og kjósi aðeins oddvita sem muni leiða listann í kosningunum í Reykjavík næsta vor. Tillaga Varðar er að halda leiðtogakjör en það er umdeilt innan flokksins. Í síðustu viku sagði Arndís Kristjánsdóttir formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, að tillagan muni færa Sjálfstæðisflokkinn áratugi aftur í tímann, í átt frá fólkinu og í átt að klíkustjórnmálum.

Sjá einnig: Formaður Hvatar: Tillagan færir flokkinn áratugi aftur í tímann

Í viðtali á Útvarpi Sögu í gær sagði Árni Árnason stjórnarmaður Varðar að prófkjör í Sjálfstæðisflokknum hafi til þessa skilað einsleitum listum, þar að auki hafi þáttakan dvínað mikið á milli ára. 11 þúsund manns hafi kosið í prófkjöri flokksins árið 2005, en 2013 hafi aðeins rúmlega 5 þúsund manns tekið þátt. Með því að stilla upp lista sé hægt að tryggja jafnvægi kynja meðal frambjóðenda flokksins, aldurs og hvar þeir búi í Reykjavík. Hafa formenn allra sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýst yfir stuðningi við tillögu Varðar.

Kosningin fer fram kl. 17:15 í Valhöll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum