fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Framsókn skorar á Benedikt að setja ofurskatta á ofurbónusa

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 6. júlí 2017 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina.

„Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina vilja að borgarráð Reykjavíkurborgar sammælist um að skora á fjármálaráðherra að setja lög sem skattleggja ofurbónusa í ofurhlutfalli. Flugvallarvinir lögðu fram tillögu þess efnis í borgarráði fyrir tæpu ári. Tillögunni var vísað til meðferðar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Flugvallarvinir eru ósáttir við að hún virðist hafa strandað í kerfinu.“

Þetta segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og Flugvallarvina í færslu á Fésbók, deilir hún frétt RÚV þar sem rætt er við hana um tillöguna í tilefni af fréttum um 370 milljón króna bónusgreiðslum stjórnenda gamla Landsbankans.

Sjá frétt: Fá rúmlega 370 milljónir í bónusgreiðslur

Segir Sveinbjörg Birna að það að tillagan hafi strandað í kerfinu sýni að meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar í Reykjavík hafi ekki viljað taka á málinu:

Það að meirihlutinn skyldi ekki á þessum tima vilja gera áskorun til réttra yfirvalda sýnir að þeir hafi ekki viljað taka á málinu,

segir Sveinbjörg. Telur hún að bónusgreiðslur stjórnenda fjármálafyrirtækja komi sveitarfélögum við þar sem ekki liggi fyrir hvernig greiðslurnar séu skattlagðar og því sé skorað á Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra að setja lög sem skattleggi ofurbónusa í ofurhlutfalli:

Við vitum ekkert hvort þetta er skattlagt sem laun eða fer inn í félög sem þessir aðilar eiga. Ef svo er þá er ekki víst að borgin fái neinn hluta af þessum tekjum til sín. Við fáum bara útsvar og það er ekkert sem sýnir að við fáum útsvar af þessum tekjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni