fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Eyjan

London City Airport er ekki í miðborg Lundúna

Egill Helgason
Laugardaginn 22. júlí 2017 23:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavíkurflugvöllur er sprunginn vegna mikillar flugumferðar. Það er ljóst að þarf að grípa til einhverra ráða til að stækka flugvöllinn verulega ef menn ætla að anna þeirri umferð sem nú er þar.

Þetta er eitthvað sem ekki verður komist hjá því að gera – sérstaklega í ljósi umræðu um Keflavík sem einhvers konar flugmiðstöð norðursins. Umferðin um hann er þegar orðin álíka mikil og á flugvöllum milljónaþjóða.

Þegar flugstöðin var byggð var umferðin um hana sáralítil miðað við það sem nú er – þá var meira að segja tuðað yfir því sem hún væri of stór. Auðvitað var erfitt að sjá fyrir þá gríðarlegu aukningu sem hefur orðið í farþegaflugi í heiminum – og um íslenska flugstjórnarsvæðið.

En nú skýtur upp þeirri undarlegu hugmynd að fara að nota Reykjavíkurflugvöll líka undir millilandaflug með þotum. Um þennn flugvöll hafa verið deilur áratugum saman, ólíklegt er að hann sé á förum á næstunni – rökin um innanlandsflug til Reykjavíkur og sjúkraflug hafa vegið nokkuð þungt í umræðunni.

Allt öðru máli gegnir um flug með þotum til dæmis frá Bretlandi en flug frá Akureyri og Ísafirði. Ein röksemdin sem er notuð er að London City Airport – þaðan sem British Airways ætla máski að fljúga til Keflavíkur – sé nú í miðborginni í Lundúnum. Og hví þá ekki að hafa miðborgarmillilandaflugvöll í Reykjavík?

En staðreyndin er sú að London City Airport er 15 kílómetrum frá þeirri miðborg Lundúna sem við þekkjum flest og þar sem flestir ferðamennirnir eru, þ.e. West End, Soho og Westminster, eins og sjá má á þessari mynd er drjúgur spölur á flugvöllinn frá þessum stöðum. Ætli þetta sé ekki álíka löng vegalengd og úr Reykjavík í Hvassahraun?

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“

Furðar sig á pólitísku leikriti – „Þegar ráðherra var á leiðinni ákvað stjórnarandstaðan að taka sig af mælendaskrá og láta sig hverfa úr húsi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu