fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Meira en fimmfaldur verðmunur

Egill Helgason
Sunnudaginn 2. júlí 2017 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtist á netinu reikningur úr ónefndri sjoppu á vinsælum ferðamannastað. Á reikningnum má sjá að hálfur líter af kóki kostar 450 krónur flaskan. Vatnsflaska, hálfur líter, kostar 390 krónur. Súkkulaðistykki, Nói Síríus, kostar 890.

Það voru keyptar 2 kókflöskur, 7 vatnsflöskur og 2 súkkulaðistykki.

 

 

Ég gerði mér það að leik að skoða hvað sambærilegar vörur kosta í Grikklandi. Nú skal tekið fram að laun eru lægri á Grikklandi, kaupmáttur minni, en við erum samt á vinsælum ferðamannastað þar sem verðlag er eitthvað hærra en það myndi vera þar sem aldrei sjást túristar.

Ég fór í sjoppuna sem er opin hér fram á kvöld. Þetta var frekar einfalt.

Kók, hálfur líter, kostar 1 evru.

Vatnsflaska, hálfur líter, kostar 50 sent.

Súkkulaðistykki, Lacta, mjög sambærilegt við Nóa Síríus, kostar 1.50 evrur.

Verðið á þessum vörum væri semsagt 8,50 evrur í Grikklandi, það er rétt um 1000 krónur. En í téðri sjoppu á Íslandi er verðið semsagt meira en fimm sinnum hærra, 5410 krónur.

 

Sjoppan, eða Periptero eins og það kallast á grísku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna