fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Vitlaus stefna og svikin loforð

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 15. júlí 2017 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn ríkisstjórnarflokkanna. Mynd: Sigtryggur Ari.

Oddný Harðardóttir skrifar:

Á því tæpa hálfa ári sem ríkisstjórnin hefur starfað hefur hún afhjúpað sig sem hægristjórn einkavæðingar og sérhagsmuna. Stærstu mál hennar og þau sem sýna skýrast hvert stefnir, eru fjármálastefnan til næstu fimm ára og fjármálaáætlunin. Eftir að fjármálastefnan hefur verið samþykkt má ekki breyta henni, samkvæmt lögum um opinber fjármál, nema að eitthvað hræðilegt gerist eins og stórkostlegt efnahagsáfall eða náttúruhamfarir. Og með samþykkt hennar hefur verið sett útgjaldaþak á ríkisútgjöldin sem miðuð eru við hlutfall á vergri landsframleiðslu. Það þýðir að ef landsframleiðslan dregst saman verður að skera niður ríkisútgjöld til að uppfylla stefnuna því þakið útilokar að afla megi aukinna ríkistekna fyrir útgjöldunum, t.d. með hátekjuskatti eða hærri veiðigjöldum til að halda uppi þjónustu ríkisins. Ekkert er meira afhjúpandi fyrir raunverulega stefnu ríkisstjórnarinnar sem telur óþarfi að taka tillit til þeirra sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda ef kreppir að og setur sér stranga ríkisfjármálastefnu í þá veruna.
Fjármálaáætlun til næstu 5 ára 
Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra. Mynd/DV

Fjármálaáætlunina til næstu fimm ára má endurskoða árlega ólíkt fjármálastefnunni. Með fjármálaáætluninni hefur ríkisstjórnin sýnt á öll sín spil fyrir kjörtímabilið. Áætlunin hefur fengið furðu litla athygli miðað við hversu áhrifin hennar verða mikil fyrir íslenskt samfélag ef hún nær fram að ganga. Sérstaklega þarf að hafa áhyggjur af heilbrigðismálum, menntamálum, málefnum öryrkja og fatlaðs fólks, húsnæðis- og fjölskyldumálum ásamt samgöngum og löggæslu. Þetta eru einmitt málin sem mest var rætt um í kosningabaráttunni og allir flokkar gáfu loforð um að raða framar. En auk þessa eru helstu  jöfnunartækin veikt; barnabætur og húsnæðisbætur og áætlunin mun leiða til aukins ójafnaðar. Þetta gengur allt gegn stefnu jafnaðarmanna. Þess vegna lagði Samfylkingin fram breytingartillögur við fyrrgreind málasvið áætlunarinnar svo og við þróunarsamvinnu.

   Við gerðum einnig tillögur á tekjuhliðinni um réttlátara skattkerfi,með það fyrir augum að sporna gegn auðsöfnun á fárra hendur og gefa sanngjarnari tekjur af auðlindum þjóðarinnar. Tillögur okkar eru raunhæfar og hefðu stuðlað að auknum jöfnuði, uppbyggingu innviða og betra velferðarkerfi ef þær hefðu verið samþykktar. En þær voru felldar af hægristjórninni eins og við var að búast, enda hafa þau þegar svikið nær allt sem þau lofuðu fyrir kosningar.
   Ríkisfjármálin hafa stýrandi áhrif á velferð landsmanna. Ekki er að vænta endurreisnar heilbrigðiskerfisins í valdatíð núverandi ríkisstjórnar þó um 90 þúsund manns hafi krafist þess með undirskriftum. Jafnrétti til náms á einnig undir högg að sækja vegna sveltistefnu bæði á framhaldsskóla- og háskólastiginu. Það sama á við um umferðaröryggi á holóttum og þröngum vegum. Stefnuleysi og skortur á uppbyggingu hjúkrunarheimila hefur ekki aðeins slæm áhrif á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda, heldur einnig á daglegt líf þeirra sem hlúa að öldruðum fjölskyldumeðlimum sem bíða mánuðum saman eftir plássi á hjúkrunarheimilum.
   Fjármálaáætlunin ríkisstjórnarinnar varðar alla landsmenn og afhjúpar stjórnarflokkana þrjá, betur en nokkuð annað, sem hægriflokka undir sterkum áhrifum nýfrjálshyggju.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig