fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Oddný varð uppgefin við að lesa Markaðinn í morgun: „Konur þurfa kannski bara að vera duglegri?“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 12. júlí 2017 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segist hafa orðið uppgefin og vonlítil um að sjónarmið kvenna í samfélagsumræðunni verði metin til jafns á við karla þegar hún las Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál í morgun.  Oddný, sem var fjármálaráðherra á árunum 2011 og 2012, taldi myndirnar í blaðinu og fann þar 11 karla og aðeins eina konu:

Stundum verð ég svo uppgefin og vonlítil um að sjónarmið kvenna í samfélagsumræðunni verði metin til jafns á við karla. Slík tilfinning helltist yfir mig í morgun þegar að ég las Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Blaðið er ágætt og sker sig ekkert sérstaklega frá öðrum blöðum í þessum efnum þó að í blaðinu í dag séu myndir af 11 karlmönnum en bara ein af konu, enda bara tilfinning sem greip mig en ekki niðurstaða vísindalegrar könnunar,

segir Oddný á Fésbók. Rifjar hún upp greiningu Félags kvenna í atvinnulífinu frá því í fyrra sem skoðaði við hverja væri helst talað í fjölmiðlum fyrir síðustu kosningar, þar kom í ljós að einungis þriðjungur viðmælenda í fjölmiðlum væru konur en 67% karlar. Oftast var rætt við Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna. Oddný segir að skýringin sem hafi verið gefin á þeim tíma hafi verið að þar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra væru báðir karlar þá væri þetta eðlilegt hlutfall:

En það sem stóð eftir óskýrt er að karlar voru líka í öllum efstu sætunum árið 2012 en það ár voru bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra konur og reyndar fram á mitt ár 2013. Ég vona að einhver klár háskólanemi skoði þetta betur svo við getum lært af þessu og gert betur. Konur þurfa kannski bara að vera duglegri?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni