fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ólafur segist hafa reynt að ná sáttum – Sakaður um smölun

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 11. júlí 2017 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Arnarson. Mynd/Sigtryggur Ari

Ólafur Arnarson segist hafa þurft að sitja undir alvarlegum ásökunum stjórnar Neytendasamtakanna sem hafi ekki átt við rök að styðjast. Ólafur sagði af sér sem formaður Neytendasamtakanna í gær.

Sjá frétt: Ólafur segir af sér sem formaður Neytendasamtakanna

Hefur hann verið sakaður um að hafa smalað nýjum félagsmönnum í samtökin síðasta haust gagngert til að kjósa hann sem formann á þingi samtakanna í október 2016. Því hafnar Ólafur alfarið. Í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun sagði Ólafur að hann hefði reynt að koma á sáttum en hafi ekki mætt vilja til þess hjá stjórn Neytendasamtakanna.

Stjórnin lagði fram vantraust á Ólaf í maí vegna 50% launahækkunar Ólafs, bíl sem hann lét samtökin kaupa til eigin nota og 700 þúsund króna mánaðargreiðslna í smáforritið Neytandann án þess að hafa til þess samþykki frá stjórninni. Ólafur segist ekki hafa tekið ákvörðun um launahækkun sína en hann hefði átt að bera samninginn um smáforritið undir stjórnina.

„Ég var ekki sá eini sem smalaði á þetta þing“

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður Ungra Pírata.

Þegar málið kom upp í maí komu fram ásakanir um að hann hefði smalað fólki í samtökin til að kjósa sig formann síðasta haust. Sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður Ungra Pírata í langri Fésbókarfærslu að hún hefði setið á þinginu og orðið vitni af stórum hópi fólks sem tengdist Ólafi mæta á þingið rétt fyrir formannskosninguna. Þó skal taka fram að faðir Dóru var einnig í formannsframboði.

Ólafur vísar því alfarið á bug að hafa smalað með óeðlilegum hætti á þingið:

Ég var ekki sá eini sem smalaði á þetta þing. Það voru þrír frambjóðendur sem smöluðu. Mér gekk hins vegar mun betur enda var ég kannski með skýrustu sýnina um það hvert ég vildi fara með samtökin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni