fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Sigga Hagalín á grísku veitingahúsi

Egill Helgason
Mánudaginn 26. júní 2017 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bækur geta farið víða og átt sitt eigið líf. Einu sinni fann ég bók eftir íslenskan höfund í fornbókaverslun í París. Hún var árituð til erlends manns sem höfundurinn hafði hitt í borginni á sjöunda áratugnum. Ég sá hins vegar ekki betur en að viðtakandinn hefði farið beint á fornbókasölu og losað sig við hana. Ég ákvað að láta hana vera, kannski er íslenska bókin – hún var á íslensku – enn þarna í hillu eða kannski hefur hún farið í ferðalag.

Í gær sá ég þessa bók á grísku veitingahúsi, í bókahillu þar sem ægir saman alls kyns bókmenntum sem ferðamenn hafa skilið eftir. Þetta er Eyland eftir Sigríði Hagalín. Ég tek fram að ég skildi bókina ekki eftir þarna, en erlendum vini mínum fannst merkilegt að aftan á bókinni væri tilvitnun í mig. Ég hirti ekki um að segja honum að það væri ekkert sérstakt til að verða upprifinn yfir.

Kannski gefur sá sem átti bókina sig fram. Ég get þess að af því að handfjaltla bókina tel ég að hún hafi verið lesin að minnsta kosti einu sinni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna