fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Hvaðan kemur rykið?

Egill Helgason
Mánudaginn 12. júní 2017 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin mikla svifriksmengun í Reykjavík er sögð vera ráðgáta, þetta má sjá í viðtali við bandarískan sérfræðing, Larry G. Anderson. Það er sagt að þetta sé ekki skíturinn sem spænist upp undan bíldekkjum okkar – er það þá eldfjallaaska? En í þessum skilningi er borgin víst mengaðri en stórborgir víða erlendis, þrátt fyrir rokið sem átti að feykja burt allri menguninni.

Loftið er fremur þurrt á Íslandi, þrátt fyrir úrkomuna. Og reyndar finnst manni eins og úrkoma sé minni núorðið en áður var. En varla er það skýringin. Mér er tjáð af tæknimönnum að tengi ýmiss konar og tækjabúnaður tærist fyrr í Reykjavík en víðast hvar, meira en til dæmis á Akureyri.

Og maður furðar sig á því hvað ryk sest fljótt inn í hús. Það er eins og þurfi sífellt að vera að þurrka af. Rykið sest fljótt á alla fleti og gluggar verða skítugir. En þetta er fíngerður salli sem maður trúir varla öðru en sé fjarska óhollur, fyrir utan hvað hann er hvimleiður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna