fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Jón og Valgerður hafna orðum Sigmundar Davíðs: „Mjög þakklátur fyrir það að vera kallaður flokkseigandi“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 26. maí 2017 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson. Samsett mynd/DV

Jón Sigurðsson og Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins, segjast ekki kannast við að hafa unnið gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á flokksþingi Framsóknarflokksins síðasta haust.

Sigmundur sagði í viðtali í þættinum Eyjunni í gær að 2007-hópurinn, hópurinn sem var ráðandi í flokknum í kringum þingkosningarnar 2007 og var mjög ósáttur við innkomu hans árið 2009, hafi mætt á flokksþingið þegar kosið var til formanns á sunnudeginum:

Flest drógu sig í hlé út úr flokksstarfinu og pólitíkinni, en dúkka svo upp á flokkþinginu en ekki til þess að fylgjast með ræðunum, ekki til að taka þátt í málefnavinnunni, heldur á sunnudagsmorgninum. Þá sé ég bara allt í einu að liðið er allt mætt, og útkall í gangi,

Frá flokksþingi Framsóknarflokksins í Háskólabíói síðasta haust þar sem Sigmundur Davíð laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskosningum Mynd: DV/Sigtryggur Ari

sagði Sigmundur um Valgerði og Jón. Sagði hann einnig að stuðningur þeirra við Sigurð Inga Jóhannsson hafi eingöngu snúist um að losna við hann, en í kjölfar miðstjórnarfundsins hafi flest þeirra snúið baki við Sigurð Inga.

Kannast ekki við að hafa verið á flokksþinginu á sunnudeginum

Valgerður segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún hafi ekki verið á flokksþinginu á sunnudeginum, hún hafi litið við sem áhugasamur Framsóknarmaður á flokksþingið á laugardeginum en farið til útlanda á sunnudeginum. Aðspurð um hvort hún hafi unnið gegn Sigmundi á flokksþinginu sagði Valgerður:

Hvað þýðir það? Átti ég að hafa komið með fjölda fólks með mér á þingið?

Jón segist heldur ekki hafa verið á flokksþinginu á sunnudeginum:

Hann hefur ekki getað séð mig þar en ég veit þó að hann hefur oft sagt að hann sjái lengra nefi sínu,

sagði Jón. Eina sem hann hafi gert fyrir flokksþingið var að skrifa grein sem birtist í fjölmiðlum þar sem hann taldi upp ástæður þess að aflandsreikningur gæti skaðað trúverðugleika manns í opinberu lífi, enginn hafi þó verið nafngreindur í þeirri grein en augljóst sé að Sigmundur hafi tekið það til sín:

Ég er hins vegar mjög þakklátur fyrir það að vera kallaður flokkseigandi. Það er mikið virðingarheiti. Ég er auðvitað hreykinn, ef það er rétt, að lítið greinarkorn í dagblaði hafi slík áhrif.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi