fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Kjararáð leiðréttir laun forstjóra 17 mánuði aftur í tímann – Segir starfinu fylgja mikil ábyrgð

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri. Mynd/DV

Laun forstjóra Umhverfisstofnunar og orkumálastjóra hafa verið leiðrétt sautján mánuði aftur í tímann, eða frá 1. janúar 2016, samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs.

Greint er frá þessu á vef RÚV.

Eftir breytinguna verða laun orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar, rúmar 1,3 milljónir á mánuði með yfirvinnu og forstjóra Umhverfisstofnunar, Kristínar Lindu Árnadóttur, 1,4 milljónir króna með yfirvinnu frá sama tíma. Ekki kemur fram í úrskurði kjararáðs hver launin voru fyrir breytinguna.

Kjararáð taldi að tilefni væri til að breyta launum þeirra, þannig hefði starfsemi Orkustofnunar aukist og verkefnum Umhverfisstofnunar fjölgað. Sagði Guðni í bréfi til kjararáðs að breyttar aðstæður kölluðu á verulega leiðréttingu á starfskjörum, stofnunin væri ekki lengur ráðgefandi heldur tæki sjálfstætt ábyrgð á viðamiklum og krefjandi stjórnsýsluverkefnum, því fylgi starfinu mikil ábyrgð.

Auk þessa úrskurðaði kjararáð að laun forstjóra Landsnets, Guðmundar Inga Ásmundssonar, yrðu 1,6 milljónir króna á mánuði með yfirvinnu frá 1. maí á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi