fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð: „Höfum við efni á að gera það ekki?“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 9. mars 2017 17:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kostnaður við að byggja sjúkrahús við Vífilsstaði er brot af þeim fjármunum sem kröfuhafar afhentu íslenska ríkinu á síðasta ári. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Í færslu sem hann birtir á Fésbókarsíðu sinni í dag birtir Sigmundur myndir af nýjum spítala sem verið er að byggja fyrir 300.000 manns við Herning á Vestur Jótlandi í Danmörku:

Rétt eins og á Norður Sjálandi og annars staðar er ekki verið að reyna að troða nýbyggingunum upp að gömlum spítala í miðju bæjarins. Þess í stað er byggt upp á jaðri byggðarinnar þar sem andrými er nægt, framkvæmdir trufla engan og geta gengið hratt fyrir sig á hagkvæman hátt. Sjúklingar, starfsfólk og gestir geta svo notið þess að vera í opnu, grænu og fallegu umhverfi. Byggingarnar allar nýjar og allt eins og best verður á kosið. Engin mygla,

segir Sigmundur Davíð. Sjúkrahúsið sé byggt á túni hjá Gødstrup Sø sem sé sambærilegt Vífilsstaðavatni og liggji vel við samgönguæðar:

Kostnaður er áætlaður um 50 milljarðar íslenskra króna (m.v. áætlun 2009 og gengi 2017). Sjálfsagt verður þetta eitthvað dýrara en hvað sem því líður verður það aldrei nema brot af því sem kröfuhafar afhentu íslenska ríkinu á síðasta ári, eða þá af því sem við spöruðum á að láta ekki undan fjárkúgunum á þar-síðasta kjörtímabili. Með öðrum orðum: Við höfum efni á að gera þetta á Íslandi. En höfum við efni á að gera það ekki?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“