fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Tara rýfur þögnina og kennir fjölmiðlum um: „Ég er svo skaðbrennd af þessari reynslu að ef að brunasárin væru líkamleg lægi ég á gjörgæslu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. mars 2017 22:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður samtaka um líkamsvirðingu hefur mikið verið á milli tannana á fólki eftir viðtal Sindra Sindrasonar fréttamanns Stöðvar 2 við hana í tengslum við grasrótarhátíðina Truflandi Tilvist sem haldin var um liðna helgi. Hún hefur nú tjáð sig opinberlega um málið í fyrsta skipti frá því að viðtalið var birt í sjónvarpi síðastliðinn mánudag. Það gerir hún á Facebook síðu sinni.

Tara segir að það sem hafi fylgt í kjölfar viðtalsins hafi verið áhugaverð og upplýsandi reynsla, hún hafi aldrei upplifað það að vera bitbein í fjölmiðlaumræðu sem er óhætt að segja að hafi verið óvægin. Þetta hafi tekið mikið á hana andlega en hún geti nú loks tjáð sig um það.

Truflandi tilvist, ráðstefnan sem var ástæða þess að Tara fór í viðtal hjá Stöð 2, segir hún að hafi heppnast vel og hún persónulega hafi lært mikið um forréttindi sín gagnvart öðrum minnihlutahópum. Þar hafi hún kynnst þeim hindrunum sem jaðarhópum sem hún ekki tilheyri standi frammi fyrir og segir hún að það hafi verið valdeflandi fyrir alla þátttakendur.

Tara segir frá samskiptum sínum við Erlu Björg blaðakonu hjá Stöð 2 sem Tara segir að hafi staðið sig frábærlega í umfjöllun um ráðstefnuna. Að sögn Töru var það samkomulag milli hennar og Erlu Bjargar að viðtal Sindra við hana myndi byggja á fyrir fram ákveðnum spurningum sem Erla hefði skrifað.

Hún sagði mér að ég mætti alveg sýna tilfinningasemi í lýsingum mínum og að ég væri við stjórnvölinn. Um væri að ræða viðtal þar sem ekkert myndi koma á óvart og sem yrði einfaldlega mjög þægilegt og skemmtilegt.

Tara segir að Sindri hafi farið yfir spurningar aftur fyrir viðtalið og allt hafi verið í röð og reglu. Hún hafi farið í viðtalið með það hugarfar að um fræðandi en átakalaust viðtal væri að ræða og undirbúningur hennar hafi verið eftir því. Það byrjaði vel en svo segir Tara að Sindri hafi farið út fyrir handritið.

Síðan fer hann algjörlega off-script og byrjar að tala um að nú sé annað hvert barn með greiningar. Ég veit ekkert hvað er að gerast, mér er komið algjörlega í opna skjöldu fyrir augum allra landsmanna. Ef að það er eitthvað sem ég vildi að ég gæti tekið til baka að þá er það akkúrat svarið við þeirri spurningu. Við sem hittumst um helgina eigum það alls ekki sameiginlegt að bera jaðarsetningu okkar utan á okkar. Þessi fullyrðing á einungis við um feitt fólk. Ég einfaldlega panikkaði og þegar maður panikkar að þá grípur maður í það sem maður þekkir best og það er manns eigin reynsla. Reynsla mín er að bera jaðarsetningu mína utan á mér í formi feits líkama. Ég vil koma á framfæri innilegri afsökunarbeiðni til þeirra sem voru á ráðstefnunni og sem tilheyra þessum hópum. Tilgangur minn var ekki að koma með rangfærslur um ykkar reynslu eða upplifun. Ég einfaldlega panikkaði. Fyrirgefið.

Svo segir Sindri setninguna sem varð kveikjan að svari Töru sem orðið hefur mikið deilumál.

“Svo velti ég öðru fyrir mér og örugglega margir aðrir, eru ekki fordómar oftast svona within svo ég noti nú góða íslensku. Eru fordómarnir svo mikið annarra á móti hverjum öðrum, eru ekki fordómar soldið bara inni í okkur sjálfum.”

Þar sem ég var nýkomin af ráðstefnu þar sem mest var rætt um að við sem einstaklingar gætum og ættum ekki að taka ábyrgð á eigin jaðarsetningu og að við þyrftum að stinga á forréttindabóluna hjá hvoru öðru, og þar sem ég var stödd í settinu undir þeim fyrirmælum að fræða fólk heima um það sem ég lærði að þá svaraði ég eins og ég svaraði. Ég sagði: “Já, þetta er í rauninni bara talað úr munni einhvers sem hefur forréttindastöðu. Þú þarft í rauninni að hafa upplifað að hafa verið í jaðarhópi og upplifað fordómana í raun og veru til að kannski skilja og þetta og…”. Ég náði ekki lengra í útskýringu minni því hann greip fram í fyrir mér.

Ég mun standa með þessu svari mínu fram í rauðan dauðann. Fyrir utan það að ég upplifði að brotið hefði verið á mér í beinni þegar hann kom mér algjörlega í opna skjöldu með þessar viðbótarspurningar sínar var ég í fullum rétti til að álykta að þetta kæmi beint frá honum sem persónu en ekki sem hlutlausum fréttaþuli.

Þá kennir Tara fjölmiðlum um hvernig umræðan þróaðist. Hún segir:

Ég horfi allt öðruvísi á fjölmiðla eftir það sem kom í kjölfarið. Ég er svo skaðbrennd af þessari reynslu að ef að brunasárin væru líkamleg lægi ég á gjörgæslu. Og ég er rétt búin að finna smjörþefinn af þessu, það eru miklu fleira af fólki sem hefur lent ítrekað í miklu verra. Fjölmiðlar tóku það mikið upp á sína arma að móta umræðuna í kjölfarið. Fyrirsagnir voru oft gildishlaðnar og á þann hátt að Sindri hefði sagt mér til syndanna. Myndir sem fylgdu umfjöllununum voru oft samsettar af stórri uppstilltri stúdíómynd af honum og svo minna skjáskoti af mér út viðtalinu þar sem ég er með afkáralegan svip. Af fyrirsögnunum mátti ráða að ég hefði alveg farið í drasl þarna í beinni og sýnt þennan svip eftir að hann kom með romsuna sína og “stakk upp í mig”. En ef horft er á viðtalið brást ég við á yfirvegaðan og rólegan hátt. Skjáskotið er tekið beint eftir að hann bar upp spurningu sína um fordóma “within”. Þetta eru einfaldlega viðbrögð mín við kjánahrollnum sem silaðist upp eftir bakinu á mér þegar hann hafði borið hana upp.

Og auðvitað mótaðist umræðan á samfélagsmiðlum, kommentakerfum og kaffistofum landsins út frá þessari uppstillingu. Ég hef aldrei upplifað jafn mikinn óheiðarleika og ófagmennsku í fjölmiðlum, bæði í viðtalinu sjálfu og í eftirköstunum.

Hér má lesa pistil Töru Margrétar í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“