fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Sjálfstæðismenn gagnrýna leyndarhyggju

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 8. mars 2017 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið gagnsæi vegna niðurstaðna PISA könnunar var felld í gær. Tillagan hefði falið í sér að samþykki borgarstjórnar að óska eftir því við Menntamálastofnun að Reykjavíkurborg fái sundurgreindar upplýsingar um árangur hvers skóla í borginni í PISA könnun 2015 í einstökum greinum; þ.e. lesskilningi, náttúruvísindum og stærðfræði.

Umræddar upplýsingar um árangur hvers skóla yrðu svo sendar viðkomandi skólastjórnendum, sem kynni þær fyrir skólaráðum sínum og stjórn foreldrafélags, í því skyni að hvetja til upplýstra umræðna um kennsluhætti og námsárangur.Tillagan var felld með 9 atkvæðum meirihlutans gegn 6 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar.

Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að þetta sé skammsýni af hálfu meirihlutans:

Það lýsir skammsýni og metnaðarleysi hjá borgarfulltrúum Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna að hafna því að Reykjavíkurborg óski eftir sundurgreindum upplýsingum um árangur hvers skóla í borginni í PISA-könnun 2015 í einstökum greinum og afhendi þær viðkomandi skólastjórnendum, vilji þeir nota þær í því skyni að bæta skólastarfið.

Flest önnur sveitarfélög landsins fái slíkar niðurstöður og koma til með að nýta þær til umbóta í skólastarfi sínu, sem hafi verið gert árið 2012:

Mörg erlend skólakerfi nota niðurstöður PISA-prófa til gefa grunnskólum endurgjöf á starf þeirra. Íslenska menntakerfið er í kjörstöðu að því leyti að hér þreyta allir 10.bekkingar PISA prófið og því ættu niðurstöður þess að nýtast betur en í öðrum OECD-ríkjum þar sem einungis er um úrtak að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“