Marta Guðjónsdóttir, sem verið hefur varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tekur í dag sæti sem borgarfulltrúi þegar Hildur Sverrisdóttir biðst lausnar frá störfum í borgarstjórn vegna setu á Alþingi.
Marta hefur setið í fjölmörgum ráðum og nefndum á vegum borgarinnar á þessu kjörtímabili, þar á meðal í skóla- og frístundaráði, íþrótta- og tómstundaráði, menningar- og ferðamálaráði og hverfisráði Vesturbæjar:
Þetta eru auðvitað tímamót á mínum pólitíska ferli þó að ég hafi nú þegar töluverða reynslu af borgarpólitíkinni. Borgarstjórn á sér merkilega sögu sem lítur að verklegum og félagslegum framförum í gegnum tíðina. Ég hlakka því til að vinna í þeim anda að hagsmunum borgarbúa,
segir Marta. Marta var formaður Varðar fulltráðs sjálfstæðifélaganna í Reykjavík á árunum 2007-2010 og hefur gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn