fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Friðgeir er með tárin í augunum: „Þetta er ekki leiðin til þess að gera það!“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 7. mars 2017 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðgeir Gunnarsson. Samsett mynd.

Bæjarfélagið á Raufarhöfn er lamað eftir að öllum starfsmönnum saltfiskverkunarinnar Hólmsteins Helgarsonar ehf., HH, á Raufarhöfn var sagt upp. HH fékk ekki 100 tonna aukakvóta, sem hugsaður er til að styrkja veikar byggðir.

Gunnar Finnbogi Jónasson verkstjóri hjá HH sagði í samtali við DV í gær að fólk sé gapandi vegna ákvörðunarinnar. „Við vorum að vonast til að fá einhverja hlutdeild í þessum kvóta,“ sagði Gunnar. Hjá HH starfa sjö manns en það gerir út tvo báta frá Raufarhöfn, sem hefur mjög átt undir högg að sækja undanfarin ár, eins og fleiri þorp á norðausturhorni landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Byggðastofnun, sem RÚV greinir frá í dag, var það metið sem svo að úthlutun til fyrirtækisins myndi efla atvinnulífið á Raufarhöfn og styrkja starfsemi þess í þorpinu enn frekar.

Friðgeir Gunnarsson var einn þeirra sem missti vinnuna við fiskvinnslu, segir hann í samtali við Eyjuna það vera sárt að missa vinnuna. Honum líði hvergi betur en á Raufarhöfn og segir hann tíma til að íbúarnir, sem eru 190, standi saman.

Friðgeir segist vera með tárin í augunum af reiði vegna stöðunnar:

Ástæðan fyrir því að ég er að missa vinnuna er svo fáránleg að hálfa væri hellingur, ég segi bara að það eru ákveðnir menn sumsstaðar sem hafa svo mikil völd, eru með puttana í öllu og svífast einskis!

Nú sé stefnan sett á að halda íbúafund í bænum þar sem þess verðu krafist að menn komi og veiti íbúum svör. Friðgeir vinnur með ungu fólki sem kemur til með að flytja í burtu, segir hann það grafalvarlegt fyrir lítið samfélag á landsbyggðinni:

Var ekki verið að tala um brothættur byggðir og reynt að fá allt unga fólkið heim? Þetta er ekki leiðin til þess að gera það!,

segir Friðgeir reiður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“