fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Dómsmálaráðherra vill leggja niður RÚV: „Fráleitt að ríkið reki fjölmiðil“

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 4. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.

Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra segir fráleitt að ríkið reki fjölmiðil og sé í samkeppnisrekstri. Þetta kemur fram í viðtali við Sigríði í Fréttablaðinu í dag. Segir hún að hugsanlegt hafi á einhverjum tíma verið rök fyrir fjölmiðli í ríkiseigu en sá tími sé löngu liðinn:

„Kannski var allt í lagi að halda þessu úti þegar það var heil­mik­ið verk að kaupa tæki til útsend­ing­ar. Sú rök eru ekki lengur til stað­ar­, það getur hver sem er gert þetta og þar fyrir utan er fullt af fjöl­miðl­u­m ­starf­rækt í land­inu. Það er ekki eins og þetta ágæta fólk sem vinnur á RÚV myndi hverfa þótt ríkið mynd­i hætta að reka mið­il­inn,“

sagði Sigríður. Það sé hins vegar ekki raunhæft að leggja niður RÚV í dag og ætlar hún ekki að berjast fyrir því:

Það gæti vel komið til greina að tak­marka rekst­ur­inn við eins og eina útvarps­stöð. Það er mögu­leik­i að taka stofn­un­ina af aug­lýs­inga­mark­að­i en þá kemur þessi krafa um meira fjár­magn frá rík­inu. Mér­ finnst þessi umræða raunar ver­a ­sér­stök, því það er ekki hægt að vera enda­laust í búta­saumi á ónýt­u ­kerfi. Þetta er sam­keppn­is­rekstur og ­ríkið á ekki heima í slíku umhverf­i.

„Skoð­anir reka mann á­fram“

Sigríður segir að það sé áfram hægt að styrkja innlenda dagskrárgerð, en það sé hægt með öðrum leiðum:

Mér finnst ein­fald­lega frá­­­leitt að ríkið reki fjöl­mið­il, með­ margar rásir og mikil útgjöld. Ég ­geri enga kröfu til þess að frétta­stof­a ­rík­is­ins haldi hlut­leysi eða að efnis tökin séu eitthvað sérstök. Á frétta­stofu ­rík­is­út­varps­ins er bara fólk að vinna, sem hefur sínar skoð­anir eins og annað fólk. Skoð­anir reka mann á­fram. Von­andi starfar fólk þar fag­lega, en kröfu um hlut­leysi held ég að sé mjög erfitt að halda til streit­u.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri